Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Side 76
Tímarit Máls og menningar
A morgun er síðasta flug til meginlandsins fyrir jól, sagði ég. Mundu
að öreiginn á ekkert föðurland, annað en skikann sem er á milli fóta þess
sem hann elskar.
Maðurinn féllst á orð mín en kvaðst ekki hafa fé meðferðis.
Eg þekki stúlku á talsambandinu við útlönd, sagði ég. Hún gefur þér
ókeypis símtal við konuna þína ef lítið er að gera.
Maðurinn horfði á mig vantrúaður, eða kannski fannst honum vera
óguðlegt að vilja svíkja símann. En siðfræði min var fremur hliðholl
þörfum sálarinnar en eiganda sæsímastrengsins. Vinkona mín var mér
sammála, og maðurinn ákvað að bíða símtalsins uppi á herbergi.
Síðla nætur náðist samband við málóða konu á danskri eyju. Maðurinn
talaði svo lengi ókeypis að ég fór inn á línuna og heyrði að hann átti þá
konu sem þörfin gerir greinda: hún jós yfir mann sinn klúryrðum.
Undir morgun útvegaði ég manninum sæti í flugvélinni til Hafnar.
Hann flaug eldsnemma og ósofinn, og hef ég ekkert frétt af honum síðan.
Grænlendingarnir höfðu ekki látið á sér kræla, þótt siður þeirra væri að
eigra um nætur niður að höfn og gá til veðurs. Nóttina eftir brottför
danans hófst erill þeirra aftur. Eskimóarnir voru lágvaxnir menn og
beinasmáir, húðin á þeim var svo þunn að ég hélt að þeim væri ískalt. En
eskimóarnir höfðu bjarnarhita. Sá sem þuldi gleymdu ljóðin hafði
stundað sjó á Islandi í mörg ár og eyddi fé sinu á hótelinu i fríum. Hann
var ættaður frá Narsak og átti þar bróður. Bræðurnir höfðu gengið í skóla
og lærðu að skrifa og tala dönsku. Akváðu þeir af þeim sökum að brjótast
áfram í lífinu og ætluðu að sigla lífsins sjó til auðlegðar með kaupum á
fiskiskipi. A Grænlandi stunduðu bræðurnir sama starf og söfnuðu
hverjum eyri, enda höfðu þeir gát hvor á öðrum og ótta. Grunaði hvor
hinn um þjófnað. Af þessum ástæðum safnaðist þeim nægilegt fé til þess
að eldri bróðirinn gæti lært á bíl, og síðan keyptu þeir vörubíl fyrir sparifé
sitt. Yngri bróðirinn hélt til íslands — hér var greitt hátt kaup á þessum
tíma — og átti hann að safna meðan hinn reytti inn með akstri, uns
sameiginlegt sparifé beggja og sala á bílnum nægði til kaupa á fiskiskipi.
Við komuna til Islands var eskimóinn fljótur að uppgötva frelsið sem
áfengisdrykkja veitir og togara sem sigldu með aflann. Eftir nokkrar
söluferðir var hann orðinn sérfræðingur í hóruhúsum og svo smurður
450