Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Qupperneq 77

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Qupperneq 77
Jólasaga heimsborgari og fær tungumálamaður að honum hraus hugur við að hann þyrfti að hverfa aftur til Narsak í deyfðina þar, nema þegar hann varð ofurölvi, þá langaði hann að hoppa á ísjökum á höfninni. Eftir ljóta drykkjurispu skaut upp í eskimóanum dýrslegri löngun til að refsa sjálfum sér. Hann svelti í sig hyggindi á ný, safnaði fé og hafði öll spjót úti og stundaði smygl og smáinnbrot. En vart hafði upphæðin náð vissu marki þegar hann glotti að sparisjóðsbókinni stríðnislega, því hún hélt að innstæðan væri svo há að enginn gæti eytt. Eskimóinn þoldi ekki hroka bókarinnar og ákvað að lækka í henni rostann og eyða valdi auðsins með óskaplegri drykkju. Arásir hans á auðvaldið hófust einkum eftir góðar söluferðir til Hamborgar. Eskimóinn lauk lofsorði á hórurnar í Hamborg á þreföldu hrafli úr þremur tungum og grenjaði í angist á einhverja Lottu sem var feitari en selur og gekk í nærbuxum úr lostætu efni, sem hann lifði á í huganum löngu eftir að hann hafði étið bux- urnar; kyssti hann þá í ákafa fúlt reykjarloftið í gestamóttökunni þar sem ósýnileg hóran sveif í ilmandi hugarsýn. Síðan grét eskimóinn magn- lausum gráti og glær slefa rann í taumum um bláar varir hans. Þá gaf ég honum af brauðinu mínu og kaffi og hann rankaði við sér, svipti burt sorg og harmi og hóf sölu á smyglvarningi af einstæðum dugnaði og útsjónarsemi. Hann seldi jafnvel lögreglunni smyglað dót. Eitt sinn eftir fisksölu í Þýskalandi seldi eskimóinn smyglaða frakka. Frakkarnir voru fram úr hófi ólögulega sniðnir, líkt og á kassalaga kolamokara, og voru þeir fóðraðir með svampkenndu fóðri sem gerði þá stífa og óþjála og tók allan vöxt af fólki. Sala smyglsins hófst eftir miðnætti. Eskimóinn seldi svampfrakkana grimmt á götunni, svo ætla mætti að stór hluti reykvíkinga hefði brugðið sér frakkalaus á ball þetta laugardagskvöld. Eskimóinn klæddist frökkunum hverjum utan yfir annan og mjakaðist áfram líkur mörgæs þegar hann kom niður í lyftunni, svo skjólfatalegur á að líta að enginn hefði efast um að hann gæti þraukað af ísöld. Að vörmu spori sneri hann aftur léttklæddur og skafbylur feykti honum inn. í lokin seldi hann alla frakkana og enginn drukkinn maður norpaði á jakkanum í miðbænum. Einnig henti að eskimóinn hengdi utan á sig ýmsar tegundir af búsáhöldum undir yfirhöfnina og hefur eflaust selt þau húsmæðrum sem 451
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.