Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Qupperneq 81
Jðlasaga
Þarna er hún Golla rolla.
Ósjálfrátt datt mér í hug að lögregluþjónninn hefði ruglast, og væri nú
að hefjast dæmigerð íslensk endaleysa, því eskimóarnir rauluðu: „Hann
var í jötu lagður lágt,“ og ýmislegt benti til að barn hefði fæðst í
hótelherbergi, áþekktu fjárhúsi hvað sóðaskap áhrærði, og forustusauð-
urinn þar héti Golla rolla. Til að kóróna dæmið skorti einungis það að
kani stúlkunnar kæmi malandi á ensku í fylgd röflandi íslendings.
Hún Golla rolla er vinkona okkar, lögreglunnar, sagði lög-
regluþjónninn. Við vorum að leita að henni. Golla er með æxli við
heilann og á hana rennur rugl og villa. En þetta er besta manneskja, bætti
hann við af íslenskri mannúð.
Síðan hvarf löggan til að sækja liðsauka. Þá reis stúlkan af fletinu með
fagurt bros á vör. Hún dró skúffu úr borðinu og fórnaði höndum í
hrifningu, eins og barn sem finnur fjársjóð á teikningu. I skúffunni voru
leifar af dýrum djásnum göfugrar, íslenskrar ættar: velktar myndir í
trérömmum, bognar nælur, hringar og upplituð umslög sem frímerkin
höfðu verið klippt af — því það eru ævinlega frímerkjasafnarar í þannig
ættum — og bréf með bandarískum frímerkjum sem varla sást í fyrir
varalit og kossum. Stúlkan horfði frá sér numin á dótið og vegsamaði
hástöfum fortíð sína í skúffunni, og um leið ættmann sinn á Austurvelli,
og kvað erfðagóssið vera úr dánarbúi nýlátins útgerðarmanns. Þá sótti
hún myndabunka í umslag og brá í skyndi upp ævi sinni síðustu fimm
árin í orðum og myndum. Léleg myndavél hafði fest æviágrip hennar á
gljápappír og stundum í lit: Stúlkan stóð í sinni dýrð klædd brúðarkjól
framan við altari. Hjá henni var hermaður af Vellinum, smávaxinn með
austurlenskan svip og brosmildur. Faðir stúlkunnar var hins vegar
gneypur og munnurinn þóttamikill og herptur. Foreldrunum var ekkert
um að blóð hinnar miklu Bíldudalsættar mundi streyma eftir brúðkaupið
beina leið til Filipseyja og einhvers hluta Bandaríkjanna og við dreifingu
bláa blóðsins yrði vegur ættarinnar líkt og þegar veldi spánarkónga var
mest á þessum slóðum og þeir sögðu: „Sólin sest aldrei í voru víðáttu-
mikla riki.“ Því þegar sólin settist í nýlendu í vestri reis hún í nýlendu í
austri. Sama hefði svipmikla ættin getað sagt, því þrátt fyrir ungan aldur
455