Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Qupperneq 102

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Qupperneq 102
Tímarit Máls og menningar Scherfig hefur verið kommúnisti frá 3. áratugnum þegar hann komst í kynni við menn eins og Otto Gelsted og Hans Kirk. Hann gerðist félagi í Kommúnistaflokki Danmerkur í lok þess áratugar og skrifaði frá árinu 1930 í málgagn flokksins, Verkalýðsblaðið, og eftir 1945 skrifaði hann í Land og folk. Hann hefur átt sæti í miðstjórn flokksins í mörg ár. Árið 1941, þegar Danmörk gerðist aðili að sáttmálanum gegn Komintern, var hann einn þeirra fjölmörgu flokksfélaga sem danska lögreglan fangelsaði. Hann var þó látinn laus skömmu seinna vegna augnsjúkdóms sem hann þjáðist af og því hlaut hann ekki sama hlutskipti og þeir félagar hans sem létu lífið í þýskum fangabúðum eins og hann lýsir í skáldsögunni Frydenholm. Venjulega líta Danir á Scherfig sem „rithöfund sem málar“. Sjálfur vill hann helst snúa þessu við og segja að hann sé „málari sem skrifi einnig bækur“. Að það geti yfirleitt talist vandamál hvort sé réttara stafar af því að það er áberandi munur á málverkum hans og skáldverkum, svo ekki sé minnst á vikulegar greinar hans í flokksblaðinu. I málverkunum birtist okkur gróskurík framandi náttúra þar sem fjörug sebradýr og kátir filar, gíraffar og nashyrningar búa. Aftur á móti fæst hann sem greinahöfundur við þjóðfélagsmál. Skáldverk Scherfigs eru víðtæk ádeila á danskt þjóðfélags- og menningarlíf og i blaða- greinunum setur hann fram pólitískar skýringar við málefni líðandi stundar. Bókmenntaverk þau sem Scherfig hefur sent frá sér fram til þessa einkennast af því að bækurnar mynda gjarnan pör. Fyrst í röðinni er skáldsagan Dauði maðurinn (1937) og síðast Glataði apinn (1964). Þær fjalla báðar um nútímalist og brellulist og báðar eru byggðar utan um glæpasögufléttu. Þekktustu bækur Scherfigs eru tvær skáldsögur frá lokum fjórða áratugarins: Fulltrúinn sem hvarf (1938) og Vanrcekt vor (1940). í seinni heimstyrjöldinni skrifaði hann ádeilu- söguna Hugsjónamenn, þar sem hann gerði gys að hjátrú og dulspeki. Margar af persónunum í þeirri bók koma líka fyrir í viðamikilli heimildaskáldsögu um hernámsárin í Danmörku, Frydenholm (1962). Lögregluádeilan Sporðdrekinn (1953) stendur ein og sér á rithöfundarferlinum. Auk skáldsagna hefur Scherfig gefið út ferðasögur, smásögur og úrval af greinum sem birtust í Land og folk. Hann segist stöðugt vinna að aðalverki sínu sem er bók um dönsku gullsmiðina. Scherfig hefur fengið listamannastyrk frá ríkinu í mörg ár og ennfremur hefur hann hlotið bókmenntaviðurkenningar eins og til dæmis fyrstu verðlaun dönsku akademíunnar árið 1973. 476 i
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.