Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Page 110

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Page 110
Tímarit Máls og menningar Höfuðmóthverfan í þjóðfélaginu er samkvæmt þessu milli alþýðu manna og lítils hóps menntamanna. En þessi togstreita er aðeins iyfirbordinu. í stað þess að koma með stéttagreiningu sem gefur dýpri innsýni setur Scherfig upp populistiska andstæðu milli velmenntaðra kúgara og þeirra menntasnauðu sem eru kúgaðir. Með því að halda á lofti minni háttar stéttamótsetningum breiðir Scherfig yfir höfuðmóthverfuna milli launþega og borgarastéttar sem ræður yfir fjármagninu. Sjálfsskilningur borgarastéttarinnar Nú þarf ekki endilega svo að vera að bók sé slæm eða ófullkomin aðeins vegna þessað hún lýsi samfélaginu á „rangan hátt“ út frá ákveðnu sjónarhorni. Það má hugsa sér að Scherfig hafi getað skotið inn öðrum ummælum jafnframt sam- félagsmynd bókarinnar sem settu hana í skýrt samhengi og afhjúpuðu hana jafnvel sem þá borgaralegu falsmynd sem hún er. En eins og fyrr var nefnt er enginn verulegur munur á skilningi skóladrengjanna og frásagnarmanns á skólanum og samfélaginu. Scherfig telur það hlutverk sitt að afhjúpa lygar afmælisárgangsins með því að rifja upp skelfingar skólaáranna án þess að hlífa neinum. Samt sem áður er meðvitað svið í sögunni sem er hvorki tengt hinum fullorðnu kúgurum né kúguðum börnunum. Það er svið frásagnarmannsins sem kemur fram í linditréstákninu (sjá bls. 480 hér að framan) og á fleiri stöðum í bókinni. Hér verður vitnað í nokkra þeirra: „Það er vor. En okkur gefst enginn tími til að sinna vorinu. Við höfum vanrækt hvert einasta vor í lífi okkar. (169) Vorið er fyrir utan. Bjart og framandi og raunalegt. Við erum fullorðin og frjáls nú og getum gert það sem okkur sýnist. En við lærðum aldrei að njóta vorsins. Við höfum vanrækt það. Veröldin var ung og græn og safarík. En öll fóru vorin til spillis. Það er um seinan núna (179, lokaorðin í sögunni). Starar og svartþrestir blístra óendanlega raunalega og minna á próf. Vorið er dapurlegt. Það gæti verið svo indælt, ef maður væri skepna eða villimaður eða stæði neðar í samfélagsstiganum. Það er til fólk sem getur farið hvert á land sem er. Og það er fólk uppi í sveit og úti í skógunum. Vorið hlýtur að vera yndislegt hjá þeim. Fyrir skólanema er vorið tími kvíða og mæðu.“ (110—111) Það má segja að síendurteknar athugasemdir sögumannsins sýni dýpstu vitund sögunnar. Það er hér sem sjálfsskilningur sögunnar kemur fram. í hverju felst þessi skilningur? Fyrst og fremst í móthverfum. Milli skólans og veraldar- 484
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.