Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Side 112

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Side 112
Tímarit Má/s og menningar eftir formúlunni: „Við lærum í skólanum en við vitum.“ Dæmi: „Við lærum um stríð og eldmóð, hetjulund og föðurlandsást — en við fáum ekkert að vita um þær efnahagsforsendur eða hagsmuni sem valda stríðunum.“ Seinna á ritferli sínum fjallar Scherfig oft um vandamál menntunar, t.d. í grein frá 1971, Uppeldisleg stéttabarátta, þar sem hann tekur mið af þeirri hugmynd að völdin í samfélaginu byggist ekki á þekkingu heldur á eign á framleiðslutækjum. Með öðrum orðum skoðun sem er í algjörri andstöðu við það sem fram kemur í Vanrcektu vori þar sem þeir sem hafa æðri menntun hafa einnig völdin. Hver er orsök þessarar togstreitu sem virðist vera í verkum Scherfigs? Það má til að mynda hugsa sér þá skýringu að Scherfig hafi í raun alltaf verið ljóst sambandið þarna á milli en hann hafi aðeins getað sett þessi tengsl milli menntunar og samfélags fram á réttan hátt utan skáldsagna sinna. Þessi skýring stenst engan veginn, það þarf ekki annað en að vísa til skáldsögunnar Sporð- drekinn. I þeirri sögu er menntaskólakennari sem m.a. kennir samfélagsfræði handtekinn að ástæðulausu vegna morðmáls og haldið föngnum í heilt ár, aðeins vegna þess að lögreglan reynir að dylja tengsl nokkurra lögreglumanna við morðið. I stað þess að mótmæla sættir kennarinn sig við aðfarir lögreglunnar enda haldinn blindri trú á óskeikulleika kerfisins. En þegar hann er látinn laus fer hann að hugsa málin og sér þá að hann getur varla staðið við það sem hann hefur kennt nemendum sínum um samfélagið. Það má einnig nefna annað dæmi úr Frydenholm þar sem hernámsárunum er lýst af sjónarhóli stéttabarátt- unnar og endurtekið er hvað eftir annað: Stéttirnar eru tvær. Þessi brestur felst því ekki í skáldsöguforminu sem slíku. Það mætti einnig hugsa sér að Scherfig hefði einfaldlega skipt um skoðun eða þá a.m.k. um baráttuleið frá 1933—1940 og aftur frá 1940—53 (þegar Sporð- drekinn kom út. Það hefði verið í samræmi við þá stefnubreytingu sem átti sér stað í danska kommúnistaflokknum á fjórða áratugnum. I upphafi áratugarins starfaði flokkurinn innan Komintern en undir lok áratugarins var hann kominn inn á samfýlkingarlínuna — eins og reyndar flestir kommúnistaflokkar Evrópu. Hina borgaralegu hugmyndafræði sem fram kemur í Vanrcektu vori má e.t.v. skýra með hliðsjón af pólitískri samvinnu við flokka sem voru róttækir á borgaralegum grundvelli. En þessi skýring er heldur ekki nothæf. Því enn þann dag í dag, eða a.m.k. í viðtali frá 1967 (Carsten Clante: Normale mennesker. Hans Scherftg og hans romaner 1975), ver Scherfig Vanrcekt vor, já, hann lítur á hana sem sína bestu sögu, sem hlýtur að þýða að hann eigni henni kosti sem ná út yfir þær sögulegu aðstæður sem hún var skrifuð við. 486
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.