Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Side 112
Tímarit Má/s og menningar
eftir formúlunni: „Við lærum í skólanum en við vitum.“ Dæmi: „Við
lærum um stríð og eldmóð, hetjulund og föðurlandsást — en við fáum ekkert
að vita um þær efnahagsforsendur eða hagsmuni sem valda stríðunum.“
Seinna á ritferli sínum fjallar Scherfig oft um vandamál menntunar, t.d. í
grein frá 1971, Uppeldisleg stéttabarátta, þar sem hann tekur mið af þeirri
hugmynd að völdin í samfélaginu byggist ekki á þekkingu heldur á eign á
framleiðslutækjum. Með öðrum orðum skoðun sem er í algjörri andstöðu við
það sem fram kemur í Vanrcektu vori þar sem þeir sem hafa æðri menntun hafa
einnig völdin.
Hver er orsök þessarar togstreitu sem virðist vera í verkum Scherfigs? Það má
til að mynda hugsa sér þá skýringu að Scherfig hafi í raun alltaf verið ljóst
sambandið þarna á milli en hann hafi aðeins getað sett þessi tengsl milli
menntunar og samfélags fram á réttan hátt utan skáldsagna sinna. Þessi skýring
stenst engan veginn, það þarf ekki annað en að vísa til skáldsögunnar Sporð-
drekinn. I þeirri sögu er menntaskólakennari sem m.a. kennir samfélagsfræði
handtekinn að ástæðulausu vegna morðmáls og haldið föngnum í heilt ár, aðeins
vegna þess að lögreglan reynir að dylja tengsl nokkurra lögreglumanna við
morðið. I stað þess að mótmæla sættir kennarinn sig við aðfarir lögreglunnar
enda haldinn blindri trú á óskeikulleika kerfisins. En þegar hann er látinn laus
fer hann að hugsa málin og sér þá að hann getur varla staðið við það sem hann
hefur kennt nemendum sínum um samfélagið. Það má einnig nefna annað
dæmi úr Frydenholm þar sem hernámsárunum er lýst af sjónarhóli stéttabarátt-
unnar og endurtekið er hvað eftir annað: Stéttirnar eru tvær. Þessi brestur felst
því ekki í skáldsöguforminu sem slíku.
Það mætti einnig hugsa sér að Scherfig hefði einfaldlega skipt um skoðun eða
þá a.m.k. um baráttuleið frá 1933—1940 og aftur frá 1940—53 (þegar Sporð-
drekinn kom út. Það hefði verið í samræmi við þá stefnubreytingu sem átti sér
stað í danska kommúnistaflokknum á fjórða áratugnum. I upphafi áratugarins
starfaði flokkurinn innan Komintern en undir lok áratugarins var hann kominn
inn á samfýlkingarlínuna — eins og reyndar flestir kommúnistaflokkar Evrópu.
Hina borgaralegu hugmyndafræði sem fram kemur í Vanrcektu vori má e.t.v.
skýra með hliðsjón af pólitískri samvinnu við flokka sem voru róttækir á
borgaralegum grundvelli. En þessi skýring er heldur ekki nothæf. Því enn þann
dag í dag, eða a.m.k. í viðtali frá 1967 (Carsten Clante: Normale mennesker. Hans
Scherftg og hans romaner 1975), ver Scherfig Vanrcekt vor, já, hann lítur á hana
sem sína bestu sögu, sem hlýtur að þýða að hann eigni henni kosti sem ná út yfir
þær sögulegu aðstæður sem hún var skrifuð við.
486