Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Qupperneq 115
Hans Scherfig
ekki öllum auðsæ í fljótu bragði.1 En í hvert skipti sem einhver fer yfir mörkin
(eins og Scherfig gerir hér) blasir hún ótvírætt við. I stað þess að gagnrýnendur
viðurkenndu Vanrcekt vor sem verk sem færi yfir þessi mörk reyndu gagnrýn-
endur annaðhvort að halda fast við að fjalla um söguna um hreina list, m.ö.o.
ópólitíska, eða skipa henni til sætis á einkavettvangi, þetta sé einkamál höfundar
og öðrum í rauninni óviðkomandi. En allar dlraunir gagnrýnenda til að væng-
stýfa Vanrcekt vor og afbaka boðskap þess voru hégómi miðað við þá útreið sem
seinni bækur Scherfigs sættu.
Algengasta vörn borgaralegrar gagnrýni gegn honum sem pólitískum lista-
manni hefur verið þögnin. Ef ritað var um bækur hans fengu þær oftast
neikvæða umfjöllun, og kæmi það fyrir að honum væri hrósað þá var það kímni
hans og hæðni sem vísað var til, aldrei þeir gallar samfélagsins sem hæðnin
beindist að. Kommúnískan rithöfund verður að gera óskaðlegan áður en hann
er viðurkenndur á menningarlegum vettvangi. Það er þó engin ástæða til að
halda að aðgerðin sé framkvæmd fyrst eftir að bókin er komin út. Þvert á móti
bendir margt til þess að sú reitaskipting tilverunnar, sem er meginstoð borg-
aralegs hugsunarháttar, verki sem eins konar sjálfsritskoðun — einnig á fram-
sækna rithöfunda — einfaldlega vegna þess að til þess að hljóta viðurkenningu á
bókmenntalegum vettvangi verða menn að halda sig innan ramma þess sem er
opinberlega viðtekið. Þannig er hægt að skýra togstreituna milli samfélagsádeilu
og borgaralegrar hugmyndafræði í Vanrcektu vori með því að vísa til þeirra
árekstra sem verða milli framsækins rithöfundar og þess félagslega veruleika sem
setur starfi hans skorður.
Blaðsíðutölin vísa til kiljuútgáfu Det forsemte forár 1960 og síðan.
I greininni er stuðst við þessar baekur:
Jens Kr. Andersen & Leif Emerek: Hans Scherfigs forfatterskab, 1973.
Carsten Clante: Normale mennesker. Hans Scherfig og hans romaner, 1975.
Jiirgen Habermas: Strukturwandel der Öffentlichkeit, 1962.
Norsk þýðing 1971: Borgerlig offentlighet.
Hans Scherfig: Det borgerlige samfund og dets institutioner. Essays, 1974.
Hans Scherfig: Hvad lcerer vi i skolen? 1933, endurprentað 1974.
Hans Scherfig: Frydenholm, 1962.
Hans Scherfig: Skorpionen, 1953.
Þýðendur: lngibjörg Sverrisdóttir og Kristín Ástgeirsdóttir.
1 Vísa má á líkan Júrgen Habermas í grein Heimis Pálssonar, TMM 3—4 1977, bls. 336.
489