Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Page 121
Samskipti Magnúsar Stephensen og fátœkranefnda
Magnúsar tók nefndin þá afstöðu „að skjóta þessu málefni til amtsins úrlausn-
ar“.
Ekki virðast amtsyfirvöld hafa treyst sér til að skera úr þessu deiluefni á eigin
spýtur því að árið eftir, hinn 30. ágúst 1824, kemur fram í gjörðabók nefndar-
innar að amtmaður hafi skotið málinu til úrskurðar íslensku stjórnardeildar-
innar í Kaupmannahöfn. Segir í fundargerðinni að nefndinni hafi borist amts-
bréf, dagsett hinn 11. ágúst 1824,
hvar í Commissioninni er kunngiört að Cancelliet hafi úrskurðað að tíund skuli svarast af
Viðey, og Justiarius í Landsyfirréttinum geti ei frifundist fyrir Extrabidragi til fátækra
ordentlig eller overordentlig-viðvíkiandi þessu efni fann Commissionin tilhlýða að
skrifa herra Confcrensr: og óska tillags fyrir 2 næstliöin ár eptir áqvörðun þeirri sem
Commissionin áður hefir giört, hvar af þessi Cancellie bestemmelse er komin.11
Nefndin hafði lagt 10 vættir á landsvísu á Magnús í aukatillag haustið 1822
og sömu upphæð árið eftir. Virðist Magnús að fengnum úrskurði kansellísins
hafa innt þessar greiðslur af hendi, a.m.k. er ekki framar minnst á þetta mál í
gjörðabók nefndarinnar. Greiddi Magnús að öllu jöfnu hæsta útsvar 1
umdæminu til fátækraþarfa næstu ár. Árið 1824 greiddi hann 42 ríkisdali og árið
1830 og næstu ár þar á undan voru lagðir á hann 34 ríkisdalir. Árið 1830 komu
Flensborgarhöndlunin og Jón Jónsson á Elliðavatni næst Magnúsi hvað upp-
hæð útsvars varðar og greiddu báðir aðilar 24 ríkisdali. Þá komu kaupmennirnir
Sivertsen, Möller, Vellejus ásamt Pétri Guðmundssyni í Engey, en þeir greiddu
16 ríkisdali hver. Má og til frekari samanburðar geta þess að Ulstrup landfógeti
greiddi þetta sama ár 12 ríkisdali til fátækraþarfa. Sýnir þessi samanburður næsta
vel hversu sterkefnaður maður Magnús Stephensen var.12
Ekki var Magnús Stephensen fullkomlega laus við. plágur af nefndarinnar
hálfu þó þetta mál væri úr sögunni, því á fundi hennar 24. september 1829
kemur fram að nefndarmenn höfðu haft af því spurnir að konferensráðið ætti
„báta og skip“ á Akranesi sem hvergi væru fram taldir til tíundar. Hafði nefndin
undir höndum tilskrifaða staðfestingu hreppstjóra Akraneshrepps upp á þessa
bátaeign Magnúsar og ákvað því að skrifa honum og fara fram á skýringar.13
Magnúsi varð heldur svaraseint, en á fundi nefndarinnar 11. febrúar 1830
kemur fram að henni hafi borist svarbréf hans. Ekki verður beint séð af bréfabók
nefndarinnar hvaða skýringar Magnús gaf á ótíunduðum útgerðarefnum sínum
á Akranesi. Virðist þó helst að hann hafi talið að þau væru tíunduð með öðrum
eignum hans í Akraneshreppi en ekki í Reykjavík, þó bréfabók nefndarinnar,
sem birtir einungis útdrátt innkominna bréfa, sé næsta óljós um þetta atriði.14
495
L