Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Síða 12

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Síða 12
Tímarit Máls og menningar búi yfir staðgóðri þekkingu í greininni og fái að hafa viðeigandi tæki við höndina til þess að kennslan eða fræðslan verði eins og best er á kosið. Vissulega er hætta á því að kennari sem ekki leggur stund á neinar rannsóknir staðni í faginu, en það sem máli skiptir er raunar ekki að hann stundi rannsóknir heldur að honum sé gert kleift að fylgjast með framförum í greininni, geti kynnt sér ný fræðirit og aflað sér viðbótarmenntunar ef því er að skipta. Eg fullyrði sem sé að hvorki í tæknivísindum né náttúruvísindum almennt séu rannsóknir þeirra, sem fást við kennslu, forsenda góðrar kennslu. Vilji menn fá skírskotun í staðreyndir þessu til sönnunar þá leyfi ég mér að benda á verkfræði- og raunvísindadeild. Þar hefur um árabil verið haldið uppi menntun í tækni- og raungreinum sem stenst fyllilega samanburð við það sem gert er í góðum erlendum háskólum, þar sem viðamiklar rannsóknir eru stundaðar. En ekki þarf að eyða orðum að þeirri rannsóknaraðstöðu sem mönnum á þessum sviðum er búin hér í skólanum. Vilji menn fá skýringu á þessu er nærtækt að vísa til stærðfræði, þó að hún teljist auðvitað hvorki til tækni- né raungreina. En það sem ég nú segi um stærðfræði á einnig við tækni- og raungreinar að verulegu leyti: I stærðfræði er völ á aðferðum og niðurstöðum sem menn geta tileinkað sér og miðlað öðrum án þess sjálfir að leggja stund á stærðfræðilegar rannsóknir. 1 mannlegum fræðum, húmanískum greinum, er málum háttað á annan veg. Þar er hvorki til að dreifa aðferðum né niðurstöðum sem menn geta tileinkað sér án sjálfstæðra rannsókna og síðan miðlað öðrum. Þess vegna er óhugsandi að nokkur vibunandi kennsla eða fræðsla fari fram í þessum greinum án þess að rannsóknir séu jafnframt stundaðar af kappi. Frá þessu eru aðeins ein eða tvær undantekningar: Unnt er að kenna málfræði og tungumál að vissu marki án þess að lögð sé jafnframt stund á rannsóknir á þeim, sem sama gildir um formlega rökfræði sem stendur í nánum tengslum við stærðfræði. En strax og tengslum við stærðfræðina sleppir taka við álitamál í rökfræði er vekja spurningar sem kalla á rannsóknir. Hér er hvorki staður né stund til að leita skýringa á þessu mikilvæga einkenni mannlegra fræða og því látið nægja að draga þá ályktun sem við blasir af þessum staðreyndum: Frá menntunar- eða menningarlegu sjónarmiði má háskóli síst vera án rannsókna í húmanískum fræðum. Rannsóknir í þeim fræðum eiga því að hafa skýlausan forgang þegar kemur til ákvarðana um fjárveitingar og önnur atriði sem lúta að eflingu rannsókna í háskólanum. (Ef ég ætti að nefna eitt rannsóknarsvið sem þyrfti stóreflingar við — auk guðfræðinnar sem ég hef þegar nefnt — þá er það svið lögfræði og lögspeki: Góðar fræðilegar rannsóknir á þessu sviði eru ein mikilvægasta forsendan fyrir góðu réttarfari í landinu og varða jsannig almannaheill á mjög knýjandi hátt.) 3. Ég kem nú að síðustu viðmiðuninni sem ég gat um að hafa þyrfti til hliðsjónar þegar spurt er hvaða rannsóknarsvið beri að efla öðrum fremur í háskólanum. Hún er þessi: Við eigum að efla þær rannsóknir í háskólanum sem líklegastar eru til þess að skila frumlegum eða nýstárlegum niðurstöðum og 362
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.