Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Page 20
Tímarit Máls og menningar
menntaskólanám sem fyrirmynd um góða og nauðsynlega „menntun“.
Öðru hverju heyrast þó aðrar raddir (t. d. í drögum að endurskoðun á al-
mennum hluta aðalnámskrár grunnskóla sem gefin var út af menntamála-
ráðuneytinu, skólarannsóknadeild, í apríl sl.), en þær reynast oft hjáróma og
valda litlum breytingum á starfi skólanna, enda vart við öðru að búast. Til
þess að skólar okkar megi verða betri menntastofnanir, í bestu merkingu
orðsins, þarf miklu víðtækari umræðu og umhugsun um þau grundvallar-
sjónarmið sem ríkja í þjóðfélaginu og tengjast menntun og menningu.
Hvað á þá að samræma í skólastarfi og hvað má ekki samræma? Að
sjálfsögðu hljómar það sem upptugga að segja: Við eigum að samræma þá
þætti sem leiða til menntunar og forðast þá samræmingu sem hindrar að
menntun verði eign allra sem í skólanum starfa og þar með samfélagsins í
heild. Slíkt leiðarhnoða er allt of almennt til þess að geta vísað okkur veginn.
Kenningar Batesons um nám geta etv. orðið okkur að gagni til að komast úr
öngstrætinu sem við virðumst stödd í. I fáum orðum sagt: Við verðum að
skapa skóla sem hættir að krefjast fyrstastigsnáms í þeim mæli sem nú er á
öllum skólastigum (og kemur oft fram í því sem samræmt er), en leggur þess
í stað höfuðáherslu á annarsstigsnám og það gagnkvæma traust sem er
forsenda þriðjastigsnáms.
Ofuráhersla á fyrstastigsnám hefur áhrif á marga þætti skólastarfs, svo
sem samskipti nemenda og kennara, námsmat, áhuga og námshvatningu,
sjálfsmynd, frumkvæði og ábyrgð nemenda og kennara. I flestum, ef ekki
öllum tilvikum, leiðir slík áhersla til lakara skólastarfs — skólastarfs sem oft
á lítið skylt við þá hugmynd um menntun sem hér hefur verið tíðrætt um.
Hluti af nemendahópnum samsamast, oftast óvitandi, þeim forsendum (við-
horfum, afstöðu o. s. frv.) sem gengið er út frá sem gefnum af þeim sem
skipuleggja og stjórna skólanum. Ymist gerist þetta vegna þess að þessir
nemendur hafa drukkið forsendurnar í sig „með móðurmjólkinni" eða að
þeir laðast að þeim þegar í skólann kemur, oftast í persónugervi einstakra
kennara. Þessir nemendur verða „góðir námsmenn" í augum kennara,
foreldra, þeirra sjálfra og flestra annarra. Aðrir nemendur hafa lítil sem
engin tækifæri til að samsamast viðhorfum skólans. Þessir nemendur verða
meira og minna utanveltu frá byrjun og staða þeirra verður oft erfiðari eftir
því sem lengri tími líður. Margir úr þessum hópi hrökklast úr skóla eftir 8.
eða 9. bekk með sárar minningar og neikvæða sjálfsmynd sem skólinn hefur
styrkt með ósveigjanlegri afstöðu sinni og skilningsleysi á mikilvægi ann-
arsstigsnáms, þ. e. að nemendur fjalli um og tileinki sér meðvitað forsendur
fyrstastigsnámsins. Að sjálfsögðu er svo allstór hópur nemenda sem skólinn
hefur tiltölulega lítil áhrif á. Þeir fljóta yfirleitt átakalítið gegnum skólakerf-
ið en oft þarf lítið að bera út af til að þessir nemendur (oft kallaðir
370