Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Side 34

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Side 34
Tímarit Máls og menningar Einstaklingsmenntun var fyrsta boðorð ED II. I stað þess að sækja eingöngu tíma undir stjórn kennara átti hver einstaklingur sjálfur að stjórna námi sínu, setja sér námsmarkmið og sjá um að ná þeim. Námið var skipulagt þannig að í upphafi hverrar annar gerði hver nemandi um sig samning við leiðbeinanda þar sem tekið var fram hvaða nám nemandinn hyggðist stunda á önninni, hvaða marki hann ætlaði sér að ná, hvernig hann ætti að fara að því og hversu margar námseiningar það gæfi honum ef vel gengi. Talsverður hluti námsins fór svo fram í skólanum sjálfum, einkum það sem flestir sóttu á sama tíma. Nemendur auglýstu á töflu hvað þá langaði að læra og aðrir gátu skráð sig á listann ef það hentaði þeim. Þetta nám gat farið fram í bekkjardeildum, umræðuhópum, sjálfstæðum verkefnum eða vett- vangsathugunum. Einnig sóttu nemendur sér fróðleik utan skólans. Margir tungumálanemendur voru í tímum í öðrum menntaskólum og framhalds- skólum, jafnvel háskólanum, margir unnu að verkefnum á bókasöfnum eða annars staðar í bænum. Svo dæmi séu nefnd valdi einn nemandi að skrifa um rétt kvenna til náms til eininga í félagsfræði, annar náði tilskildum áfanga í móðurmáli með því að taka námsþátt í ljóðagerð við háskólann í Illinois. Mat á námsárangri gerðu nemendur og leiðbeinendur í sameiningu, en næðu þeir ekki að komast að sameiginlegri niðurstöðu hafði leiðbeinandi síðasta orðið. Ekki voru gefnar einkunnir heldur hafði nemandi annað hvort náð prófi eða ekki. Allar meiri háttar ákvarðanir um skólann voru teknar á sameiginlegum fundum nemenda og starfsfólks um það bil aðra hverja viku. Þar var fjallað um nám, félagsstarf, reglur, og ýmiss konar tillögur voru ræddar, jafnvel bornar undir atkvæði. Hver hafði eitt atkvæði. Samþykktir áttu helst að vera einróma, en reyndist það ókleift þurfti 80% atkvæða til að tillaga næði fram að ganga. Nemendur voru að meðaltali tvö ár í ED II, oftast tvö síðustu árin á þessu skólastigi og því 16 til 18 ára gamlir. Flestum líkaði vel vistin, fannst þeir læra meira og betur en þeir höfðu áður gert. Og einn þeirra sagði: Kennararnir hérna eru miklu persónulegri en þeir sem ég hafði í hinum menntaskólanum. Þeir líta ekkert niður á mann hér. Ég get þrasað við þá frjálslega — eins og kunningja mína — það er ekkert pælt í því hver maður er eða hvað maður er. Móðir eins nemandans hafði þetta að segja: Dóttir mín frétti um ED II frá kunningjum sínum þegar við fluttum hingað og vildi strax fara í þennan skóla. Ég spurðist fyrir um hann og fékk mjög óhagstæðar upplýsingar frá grönnum mínum og starfs- 384
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.