Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Side 40

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Side 40
Tímarit Máls og menningar teppi á gólfi. Allt ber þess merki að nemendur eiga þátt í að móta umhverfið. Ekki er útilokað að lesandinn hitti á förnum vegi kennara, trúlega á unglingastigi, sem kveðst að vísu kannast við opið kerfi af afspurn en hann sé hins vegar að glíma við að skipuleggja kennsluna í anda samþœttingar, sem er á svipuðum nótum. Nemendur fást þá við ákveðin viðfangsefni eða þemu, oft í hópum, afla upplýsinga, vinna úr heimildum og koma niður- stöðum á framfæri t. d. með skýrslum, í bók, á veggspjöldum eða með því að setja upp sýningu. Viðfangsefnin tengja oft saman námsgreinar; sem dæmi um þemu má nefna hverfið okkar, daglegt líf fyrr á öldum, landvernd, mengun, fjölmiðla, auglýsingar og áróður, ástina, kaup og kjör, atvinnu- vegina. Flestir lesenda munu hafa séð dæmi um vaxandi fylgi sveigjanlegra kennsluhátta í frétt í dagblöðum, eflaust um svokallaða opna viku í einhverj- um skóla. Kannski var þetta starfsvika, sæluvika, stóra-vika eða bara vordag- ar. Fréttinni fylgdu áreiðanlega myndir af áhugasömum nemendum við hin margvíslegustu verkefni, svo sem að smíða líkön, gera tilraunir eða vett- vangsathuganir, teikna eða mála; við ljósmyndun, bókagerð eða önnur lifandi og skemmtileg viðfangsefni. I fréttinni kom líka fram að kennararnir væru ánægðir og undrandi yfir miklum áhuga nemenda. Stundum hefði þurft að reka þá heim úr skólanum! Starfið sem fram fer ber margvísleg einkenni sveigjanlegra kennsluhátta en einskorðast því miður við eina til tvær vikur á hverju skólaári. Þess sjást ýmis teikn að hugmyndir um sveigjanlegt skólastarf hljóti nú aukinn hljómgrunn. Til marks um það er að yfirfullt hefur verið á öll þau námskeið sem Kennaraháskóli Islands hefur efnt til um þessi mál. S.l. sumar sóttu rúmlega 20C kennarar námskeið sem báru yfirskriftina sveigjanlegt skólastarf og komust þar að mun færri en vildu. Hvaða viðhorf ráða ferðinni? I stuttri tímaritsgrein er engin leið að gera viðunandi grein fyrir viðhorfum kennara sem reyna fyrir sér með sveigjanlega kennsluhætti. Ekki verður þó hjá því komist að drepa á þetta. Fyrir tveimur árum átti ég allýtarlegar viðræður við nokkra kennara og skólastjóra sem fengist hafa við nýbreytnistarf. M. a. reyndi ég að grafast fyrir um það hvers vegna þeir hefðu lagt út á þessar brautir. Skólastjóri í kaupstaðarskóla svaraði þessu á þennan veg: E. t. v. var meginástæðan fyrir breytingunum þreyta á að hjakka stöðugt í sama fari. Það ýtti undir að við reyndum nýjar leiðir. 390
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.