Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Blaðsíða 48
Tímarit Máls og menningar
hinni gæfu skólatrú annars vegar og veruleikanum hins vegar á þessa leið í
formála:
Skólarnir veita öllum besta hugsanlega undirbúning undir líf í flóknum
heimi, eru hin sanna paradís fvrir atvinnulaust æskufólk, geta bætt og jafnað
möguleika þeirra lakast settu, framkvæma rannsóknir á öllum sviðum, og
veita hina óhjákvæmilegu leiðsögn þegar keppt er að því að þroska sköpunar-
gáfu, verk- og viðskiptavit, hæfni til að leysa félagsleg verkefni, vernda
heilsuna eða skilja bókmenntir — fyrir hvaðeina sem þér kemur í hug geta
skólar gefið punkta sem safnast saman í lokapróf — réttindi. Skólarnir hafa
hins vegar fært afar takmarkaðar sannanir fyrir því að þeir séu færir um
nokkuð af þessu — og nægar sannanir eru um hið gagnstæða. En skólarnir
þurfa ekki að sanna eitt eða neitt því að enginn sýnir þeim andstöðu eða
bendir á aðrar leiðir.
Goodman verður tíðrætt um ýmis hindurvitni sem haldið er á lofti af
trúboðum aukinnar skólagöngu. M. a. víkur hann að fullyrðingu sem oft
heyrist hér á landi: Þjóðfélagið þarfnast meira og lengra skólanáms vegna
þess að störfin verða sífellt flóknari. Hann bendir á að í raun fjölgi
hlutfallslega þeim störfum sem þarfnast engrar sérstakrar undirbúningsþjálf-
unar — og lærast auðveldlega á vinnustaðnum á skömmum tíma. Gildi
góðrar menntunar dregur hann hins vegar ekki í efa og víkst ekki undan að
benda á aðrar leiðir til að leita hennar en langa skólagöngu. Þær hugmyndir
tengjast áhuga hans á valddreifingu og mannúðlegra samfélagi með auknum
frítíma og tækifærum almennings til að sýna frumkvæði, láta að sér kveða
og auðga mannleg samskipti. Hann vill afnema einokun skylduskóla og
framhaldsskóla á menntun með tilheyrandi einkarétti þeirra til að gefa út
prófskírteini sem tryggja réttindi sem skapa handhöfum þeirra nýja einok-
unaraðstöðu. Hann vill taka fullgilt það sem börn geta lært utan skólans —
með aðstoð fjölskyldu sinnar, nágranna og hvers annars. Hann vill afnema
mætingarskyldu, og einkarétt kennara á að kenna í skólum — þar eiga
börnin að fá tækifæri til að umgangast sem flesta þeirra sem geta veitt þeim
gagnlega reynslu. Hann segir:
Við þurfum að gera tilraunir með ýmsar tegundir skóla, alls enga skóla,
sveitarfélagið sem skóla, bændabýlið sem skóla, lærlingafyrirkomulag, ferða-
lög undir leiðsögn, vinnubúðaskóla, lítil leikhús og bæjarblöð og þjónustu á
vegum sveitarfélagsins. Einnig margt annað sem öðrum kynni að detta í hug.
Líklega þörfnumst við þó mest náins samfélags, samfélagskenndar, þannig að
margir fullorðnir sem vita ýmislegt og kunna — en ekki aðeins kennarar með
réttindi — gefi uppvaxandi kynslóð gaum.
Rómantískt, þokukennt blaður eða gagnleg, göfug og eftirbreytnisverð
398