Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Qupperneq 48

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Qupperneq 48
Tímarit Máls og menningar hinni gæfu skólatrú annars vegar og veruleikanum hins vegar á þessa leið í formála: Skólarnir veita öllum besta hugsanlega undirbúning undir líf í flóknum heimi, eru hin sanna paradís fvrir atvinnulaust æskufólk, geta bætt og jafnað möguleika þeirra lakast settu, framkvæma rannsóknir á öllum sviðum, og veita hina óhjákvæmilegu leiðsögn þegar keppt er að því að þroska sköpunar- gáfu, verk- og viðskiptavit, hæfni til að leysa félagsleg verkefni, vernda heilsuna eða skilja bókmenntir — fyrir hvaðeina sem þér kemur í hug geta skólar gefið punkta sem safnast saman í lokapróf — réttindi. Skólarnir hafa hins vegar fært afar takmarkaðar sannanir fyrir því að þeir séu færir um nokkuð af þessu — og nægar sannanir eru um hið gagnstæða. En skólarnir þurfa ekki að sanna eitt eða neitt því að enginn sýnir þeim andstöðu eða bendir á aðrar leiðir. Goodman verður tíðrætt um ýmis hindurvitni sem haldið er á lofti af trúboðum aukinnar skólagöngu. M. a. víkur hann að fullyrðingu sem oft heyrist hér á landi: Þjóðfélagið þarfnast meira og lengra skólanáms vegna þess að störfin verða sífellt flóknari. Hann bendir á að í raun fjölgi hlutfallslega þeim störfum sem þarfnast engrar sérstakrar undirbúningsþjálf- unar — og lærast auðveldlega á vinnustaðnum á skömmum tíma. Gildi góðrar menntunar dregur hann hins vegar ekki í efa og víkst ekki undan að benda á aðrar leiðir til að leita hennar en langa skólagöngu. Þær hugmyndir tengjast áhuga hans á valddreifingu og mannúðlegra samfélagi með auknum frítíma og tækifærum almennings til að sýna frumkvæði, láta að sér kveða og auðga mannleg samskipti. Hann vill afnema einokun skylduskóla og framhaldsskóla á menntun með tilheyrandi einkarétti þeirra til að gefa út prófskírteini sem tryggja réttindi sem skapa handhöfum þeirra nýja einok- unaraðstöðu. Hann vill taka fullgilt það sem börn geta lært utan skólans — með aðstoð fjölskyldu sinnar, nágranna og hvers annars. Hann vill afnema mætingarskyldu, og einkarétt kennara á að kenna í skólum — þar eiga börnin að fá tækifæri til að umgangast sem flesta þeirra sem geta veitt þeim gagnlega reynslu. Hann segir: Við þurfum að gera tilraunir með ýmsar tegundir skóla, alls enga skóla, sveitarfélagið sem skóla, bændabýlið sem skóla, lærlingafyrirkomulag, ferða- lög undir leiðsögn, vinnubúðaskóla, lítil leikhús og bæjarblöð og þjónustu á vegum sveitarfélagsins. Einnig margt annað sem öðrum kynni að detta í hug. Líklega þörfnumst við þó mest náins samfélags, samfélagskenndar, þannig að margir fullorðnir sem vita ýmislegt og kunna — en ekki aðeins kennarar með réttindi — gefi uppvaxandi kynslóð gaum. Rómantískt, þokukennt blaður eða gagnleg, göfug og eftirbreytnisverð 398
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.