Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Page 54

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Page 54
Tímarit Máls og menningar iðnríkja. Að því er skólann sjálfan varðar er greining hans í megindráttum svipuð og hjá Paul Goodman og John Holt og verður ekki rakin hér frekar því að nú er komið að því að skoða lítillega hugmyndir þeirra Illich og Holt um menntakerfi án skóla. Menntakerfi án skóla: Illich og Holt Það hefur vitaskuld takmarkað gildi að komast að þeirri niðurstöðu að við verðum að endurskoða sjálfa hugmyndina um skylduskóla ef ekki er jafnframt bent á aðrar leiðir. Áður en við lítum á þær leiðir sem Illich hefur lýst held ég að gagnlegt sé að minna á að hann heldur því fram, að áhrif skóla séu með líkum hætti í hvaða þjóðskipulagi sem er — og hvort sem þeir starfa í ríku eða fátæku samfélagi. Kostir þeirra geti aldrei vegið upp gallana. Það sé blekking að ætla að þeir geti gegnt hlutverki í að koma á þjóðfélags- breytingum. Stjórnmálastefnuskrá sem ekki gerir kröfu um afnám skóla þjóni ekki byltingunni: „Allar stefnuskrár í stjórnmálum áttunda áratugar- ins ætti að meta með hliðsjón af því hversu skýrt krafan um afnám skóla er mótuð og hversu skýra leiðsögn hún gefur um góða menntunarmöguleika í því samfélagi sem keppt er að.“ Illich telur að vilji menn viðurkenna af einlægni hvernig þeir lærðu það sem þeir geta og meta sjálfir mikils komi í ljós að það gerðist oftar utan skóla en innan. „Þekkingu sína, lífsskilning og verkkunnáttu öðluðust þeir í vináttu- eða ástarsambandi, við að horfa á sjónvarp, lesa, fylgjast með félögum og jafnöldrum í leik og starfi.“ A viðhorfum sem þessum byggjast hugmyndir Illich um menntakerfi án skóla. Markmið þess á að vera þríþætt: að „veita öllum sem vilja læra tækifæri til að nýta sér tiltæk gögn og aðstöðu hvenær sem er á ævinni, gefa öllum sem vilja koma skoðun eða máli á framfæri við almenning tækifæri til þess. Slíkt kerfi þarf að tryggja með lögum. Nemendur á ekki að neyða í neitt skyldunám eða greina þá sundur eftir því hvort þeir hafa tiltekin próf eða ekki. Almenning á heldur ekki að skylda til að styðja með skattpening- um geysifjölmennt lið atvinnufræðara og byggingu skóla sem í raun tak- marka möguleika almennings til að læra annað en það sem þeir vilja setja á markaðinn.“ I framhaldi af þessu lýsir Illich síðan hverju þarf að koma upp til að hver og einn geti haft aðgang að menntunarleiðum og möguleikum sem geta orðið honum til hjálpar við að skilgreina og ná eigin markmiðum: I fyrsta lagi yrði um að ræða upplýsinga- og leiðbeiningamiðstöðvar sem hjálpa börnum, foreldrum og fólki yfirleitt að finna gögn og veita aðstoð við formlegt nám. Þeim má koma fyrir með ýmsu móti: á bókasöfnum, leigu- miðstöðvum, rannsóknarstofum og sýningarsölum — eða þar sem þau eru í 404
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.