Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Page 59
Krafa um afnám skóla — Aðrar menntaleiðir
síst alla þá sem hafa farið halloka í keppninni um langa skólagöngu og
prófskírteini sem veita aðgang að starfi hátt í launa- og virðingarstiga
samfélagsins.
Eg held að hollast sé fyrir alla, bæði þá sem starfa innan skóla og utan, að
líta skólastarf og gildi þess raunsæjum augum. Ofmeta ekki möguleika
skólans og hlutverk, hvorki til að þjálfa leikni, auka þekkingu eða móta
viðhorf. Er eitthvað unnið við það að varpa sífellt meiri ábyrgð á námi og
uppeldi barna og unglinga yfir á skóla? Verða þeir nokkurn tíma vel í stakk
búnir til að axla slíka ábyrgð? Hve mörg börn læra t. d. að lesa fljótar og
betur á eigin spýtur með aðstoð heima fyrir en að jafnaði gerist þegar treyst
er eingöngu á skólakennslu? Raunar er nú af sem áður var þegar foreldrar
voru beinlínis beðnir um að segja börnum sínum ekki til við lestur og láta
sérfræðingana eina um hituna. I vor var t. d. greint frá því í einu dag-
blaðanna að tekist hefði samstarf milli flestra grunnskólanna og foreldra í
fátæku hverfi í London um að framkvæma „áætlun sem beindist að því að
foreldrarnir verði aðal lestrarkennarar barnanna. . . Arangurinn er undra-
verður. I fyrsta skólanum, sem framfylgdi áætluninni, jókst hlutfall þeirra
barna, sem sköruðu fram úr sínum aldurshópi um 50% á tveimur árum og
allmörg börn sprengdu viðmiðunarrammann.“, I framhaldi af þessu mætti
spyrja sem svo: Hvort ætli sé vænlegra að treysta á heimili, vinnustað eða
skóla þegar rækta skal með börnum og unglingum ábyrgðartilfinningu og
virðingu fyrir hreinlæti, hollri næringu, vinnu, jafnrétti kynjanna og annað
því um líkt? Eg hygg að margir séu tilbúnir til að viðurkenna vanmátt skóla
í slíku hlutverki — en séu hins vegar fúsir til að viðurkenna nauðsyn
samstarfs og góðra tengsla milli þessara aðila eigi vel að takast til.
Eg tel réttmætar þær kröfur róttækra skólagagnrýnenda að reglur um
skólasókn og skyldunám verði rýmkaðar og gefið aukið valfrelsi um hvað
börn læra, hvar, hvenær og hvernig. Bæði í grunnskóla og framhaldsskóla
ættu nemendur að fá leyfi frá skóla hvenær sem þeir og foreldrar þeirra
æskja þess — ekki síst ef um ferðalög, íþróttaiðkanir eða aðkallandi verkefni
fyrir fjölskylduna er að ræða. Ég er einnig á því að öll inntökuskilyrði í
formi einkunna eigi að afnema bæði í framhaldsskóla og háskólanámi. Setja
mætti skilyrði um lágmarksaldur en keppa síðan að því að halda öllum
leiðum opnum fyrir þá sem vilja spreyta sig. Hverju er í rauninni fórnað
með því að leyfa þeim sem vilja eyða tíma sínum og kröftum innan þessara
stofnana að gera það? Þeir mundu áreiðanlega ekki verða þar lengi án þess
að ná árangri. Stórfé mundi sparast með því að hætta að krefjast þess að
fullorðið fólk, sem langar að hefja háskólanám, byrji á því að ganga í
barndóm og ljúka stúdentsprófi. Þá mundu öldungadeildirnar fá réttlætan-
409