Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Page 70
Tímarit Máls og menningar
Kvöldljóð vegfaranda. Helgi gerir nýja atlögu að kvæðinu í þessari
bók, en það getur samt vart skoðast sem fullþýtt enn af hans hálfu, allra
sízt miðhluti þess, sem er fulllangsóttur. Oðru máli gegnir um nýja
þýðingu á Alfakónginum, sem gengur vel upp, en menn ættu að láta sér
nægja að lesa hana í hljóði, en taka ekki upp á því að fara að syngja hana
við lag Schuberts, enda bersýnilega ekki ætluð sem söngtexti. Til miklu
meiri tíðinda en þýðingarnar á kvæðum hirð- og lárviðarskáldanna í
Weimar verða þó að teljast þýðingar Helga á ljóðum Hölderlins, þessa
misskilda og einmana snillings, sem allra manna á síðari tímum hefur
staðið næst Forngrikkjum í lífi og list og orkar eins og nokkurs konar
sendiboði úr landi þeirra inn í smáborgaralegan heim seinni tíma. I
samræmi við það einkennist skáldskapur Hölderlins af óvenjulegum
tærleika og klassískri heiðríkju, og þýðing á ljóðum hans krefst einnig
næmis fyrir þeirri grískættuðu hrynjandi og því upphafna máli sem hann
beitti fyrir sig. Það hefur Helgi einmitt til að bera og tekst því að gera
þau kvæði sem hann hefur þýtt, hvort heldur þau eru undir
Alkajosarhætti eins og Kvöldórar eða öðrum lausari eins og Vort bálfa
líf eða Orlagaljóð Hyperions, að sönnum ljóðperlum einnig á ís-
lenzkunni. Þó er erfitt að fella sig við það tiltæki Helga í síðarnefnda
ljóðinu að nota orðið „snilld“ um þær goðverur sem ljóðið er ort til og
ávarpaðar eru í upphafi með orðunum „ihr selige Genien“ og síðar
nefndar „die Himmlischen“, því Hölderlin hefur hér auðvitað í huga
þau Grikkja goð sem einhver hafði að vísu áður lýst dauð en lifðu þó
góðu lífi í hugarheimi þessa skálds. Þótt afdregin hugtök eins og
„snilld“ (eða jafnvel platónskar frummyndir) standi kannski nær hugs-
unarhætti nútímamanna en hin grísku goð, er gallinn sá að við verðum
hér í kvæðinu að persónugera snilldina ærið mikið við lestur kvæðisins,
látum vera í upphafi þar sem hún svífur í ljósi, en einkum þegar líður á
kvæðið og hún „andar himnesk" („atmen die Himmlischen") eða henni
blómgast „ódáins andagift" („Blúhet ewig/Ihnen der Geist“), og er því
vandséð hvers vegna ekki má einfaldlega tala um goð eða regin.
Af öðrum þeim „Genien“ í jarðneskari skilningi sem ortu á þýzka
tungu og kynnt eru Islendingum í þessu safni ber að nefna einkum þá
Nietzsche og Rilke sem eru í senn skáld og spámenn og opna í ljóðum
sínum nýja sýn á tilveruna í heild, og er því mikill ávinningur að fá þá
hingað til vors spámannssnauða lands í svo vönduðum þýðingum. En
um þýðingar á öðrum skáldum þýzkrar tungu frá 19. öld, sem yrkja í
rómantískum eða síðrómantískum dúr, frá Heine til Hesses má segja að
420