Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Síða 71

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Síða 71
Hnattferb með Helga þær orki víðast hvar sem frumortar og að skáldin séu fullkomlega eins og þau eigi heima í hinum íslenzka búningi. Af þeim mörgu og sundurleitu góðskáldum sem Bretlandseyjar hafa alið hefur Helgi kvatt álitlegan hóp til síns mikla skáldaþings, en meðal þeirra er þó einn miklu aðsópsmestur og ber ægishjálm yfir aðra, og heitir sá Vilhjálmur Shakespeare. Það kemur raunar ekki á óvart að hann sé fyrirferðarmikill í þessu safni Helga, þegar haft er í huga að Helgi hefur með leikritaþýðingum sínum sinnt þessum höfundi meir en nokkrum öðrum, og eru enda allmörg ljóð úr leikritum Shakespeares í safninu. Meira er þó um vert að þeim fylgja þýðingar á fjórtán af 154 sonnettum meistarans, sem eru meðal mestu dýrgripa allrar ljóðlistar og skipa leikskáldinu mikla einnig í öndvegi meðal ljóðskálda. Það útheimtir vissulega mikla bragsnilld að þýða þessar sonnettur, og er því að sjálfsögðu mikið afrek að þýða þær með slíkum glæsibrag sem Helgi gerir. Hins vegar er óneitanlega nokkuð annar blær yfir þýðingunum en frumkvæðunum, því stíll Helga er yfirleitt þýðari og mýkri, hrynjand- in jafnari og reglubundnari (og þar á íslenzk stuðlasetning sinn þátt), orðfærið allt óbeinna og kannski svolítið langsótt á stöku stað og þær betur fallnar til að vera lesnar í hljóði en þuldar upphátt af einhverjum gustmiklum lokkalangi. En sem dæmi um það hvernig Helgi á til að víkja frá beinskeyttara orðalagi frumtextans má taka lokalínurnar í þrítugustu sonnettu: But if the while I think on thee, dear friend, All losses are restor’d and sorrows end. sem Helgi þýðir: En er mín hugarbára berst til þín þá bætast öll mín töp og harmur dvín. Með orðunum „mín hugarbára berst“ bætir Helgi inn í línuna líkingu sem er í sjálfu sér falleg og óaðfinnanleg en gerir orðin óbeinni og samband vinanna kannski svolítið huglægara. En Helgi á til að gera enn djarflegri breytingar á orðalagi Shakespeares en þá er hér var sýnd, svo sem í sextugustu og fimmtu sonnettu þar sem skáldið teflir, eins og endranær, fegurðinni fram gegn æði forgengileikans, þótt hún sé við- kvæm eins og blóm, og spyr: 421
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.