Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Qupperneq 75
Hnattferð með Helga
talsverður misbrestur á, og kemur ónákvæmni raunar strax fram í
þýðingunni á heiti kvæðisins, Correspondances, þar sem það er ekki látið
heita Samsvaranir heldur Eining. En Baudelaire er síður en svo að leita
rómantískrar einingar við náttúruna heldur sér hann einungis í henni
tákn sem vísa út fyrir sig til einhvers annars og æðri veruleika. Það er því
samsvörun þessara ytri tákna við hið huglæga og innra sem skáldið er að
lýsa en einnig samsvörun einstakra skynjana innbyrðis, þ. e. a. s. lita,
hljóms og ilms. En megininntakið er sú tvíhyggja sem kemur fram í lokin
og þar sem gerður er greinarmunur á tvenns konar ilmi, annars vegar
þeim sem er bundinn náttúrunni og honum þykir minna til koma og
hins vegar þeim áfenga ilmi sem hefur manninn upp yfir allt hið
náttúrulega á vit óendanleikans og kallar fram „les transports de l’esprit
et des sens“. Þessi meginhugsun kemur ekki skýrt fram í þýðingunni, og
einkum eru beinlínis villandi orðin „heiðskír" og „höfga þrunginn“ I
öðru kvæði sem hér er nefnt Hljómar kvöldsins en heitir raunar Sam-
rœmi kvöldsins (Harmonie du Soir), þar sem Baudelaire beitir samsvör-
un hljóms, litar og ilms til að seiða fram ákveðna minningu, verður þessi
minning heldur ekki nógu skýr og orðalagið „Svipur þinn“ í lokalínunni
fyrir „Ton suvenir" (Minningin um þig) hæfir ekki vel hinu huglæga eðli
þessarar minningar. Það er við þessi tvö kvæði Baudelaires af öllum í
bókinni, sem þýðanda hefur einna helzt brugðizt bogalistin, og er það
vitaskuld ekki að kenna skorti á bragsnilli heldur á nákvæmni og
kunnugleika við hugarheim þessa sérstæða skáldjöfurs. Við kvæði Ver-
laines reynir hins vegar á aðra hluti og aðallega á að ná þeirri einstöku
kliðmýkt sem einkennir hann og þeirri músík sem Verlaine taldi sjálfur
höfuðþátt ljóðlistarinnar. „De la musique avant toute chose“. Hér er
Helgi í essinu sínu og ekki síður skilar sér áleitnari og harðari tónn
lagsbróður Verlaines, Arthurs Rimbaud í kvæðinu / grcenu kránni. En
annað kvæði eftir Rimbaud sem nefnist á frummálinu Sensation en
Helgi nefnir A bláu sumarkvöldi tekur talsverðum breytingum í þýð-
ingunni við það að þar er eintala sett í stað fleirtölu og nútíð í stað
framtíðar eins og kemur þegar fram í fyrstu línunum:
Par les soirs bleus d’été j’irai dans les sentiers
pivoté par les blés, fouler l’herbe menue.
verður sem sagt
A bláu sumarkvöldi við klettafjallsins rætur
um kjarrið eftir troðningi grónum einn ég sveima.
425
L