Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Blaðsíða 76

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Blaðsíða 76
Tímarit Máls og menningar Við þetta verður það sem í frumkvæðinu birtist sem draumkenndur möguleiki að blákaldri og einstakri staðreynd og allt fær nokkuð aðra merkingu. Og lokaorðin, þar sem Rimbaud lýsir þeirri sælukennd að vera „comme avec une femme“, verða svolítið önnur á íslenzkunni með orðalaginu „eins og með unnustunni sinni“, og hæfa þá ekki beint þessum einræna og óforbetranlega flakkara sem unni framar öllu hinu ókunna og óbundna og sóttist sízt eftir mannlegum tengslum (nema þá helzt við flökkunaut sinn, Verlaine)- samanber einnig línuna á undan: et j’irai loin, bien loin, comme un bohémien. Það eru einna helzt þýðingarnar úr frönsku sem gefa okkur tilefni til aðfinnslu, en við getum hins vegar sparað okkur þær varðandi þýðingar úr öðrum rómönskum málum, þótt þær séu að sögn þýðanda gerðar eftir krókaleiðum. En hér er að finna ekki sízt ágæta hluti í sonnettu- formi, hvort heldur það eru hinar hyggjuþungu sonnettur Michelange- los úr ítölsku eða bráðfyndnar sonnettur Lopes de Vega úr spænsku, en einnig má nefna hina tæru lýrik Garcia Lorcas. Það sem því gæti hér helzt orðið okkur að umkvörtunarefni er að ekki skuli vera með í þessum hópi sjálfur meistari og lárviðarskáld ítölsku sonnettunnar, Francesco Petrarca, en hann ætti eftir öllum sólarmerkjum að dæma ekki að liggja illa fyrir Helga. Mun minni stuðning af frumtexta en við þýðingar sínar úr ítölsku og spænsku hefur Helgi trúlega haft við þýðingar úr rússnesku, en þeim ber auðvitað sízt minna að heilsa fyrir það hve þær eru langt að komnar og úr máli flestum óaðgengilegu. Það sem við eigum hér til þýtt úr rússnesku af ljóðum er að vísu nokkuð og sumt af því gert af rússneskumönnum, (Sigfúsi Blöndal og Geir Krist- jánssyni) en mætti vera miklu meira, einkum þar sem í hlut á Alexander Púsjkín sem er eitt af höfuðskáldum heimsins, eins og þau tvö kvæði sem eru þýdd í þessari bók gefa góða vísbendingu um. Annað þeirra, Spátnaðurinn, eitt frægasta kvæði hans, hefur raunar verið þýtt áður á íslenzku og það úr frummálinu, en Helgi bætir þó um betur með sinni þýðingu á þessu magnaða kvæði. Við hina þýðinguna, á kvæðinu Haust, er það einkum athyglisvert, að þar hefur þýðandinn aldrei þessu vant sleppt ríminu sem er á frumtextanum (A-B,A-B,A-B, C-C). En kvæðið nýtur sín svo sem ágæta vel rímlaust, enda er á íslenzku alltaf binding af stuðlasetningunni, en auk þess einkennist kvæðið af epískri breidd og myndrænum lýsingum fremur en að það sé borið uppi af músík. 426
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.