Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Side 77

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Side 77
Hnattferd med Helga Eitt merkasta framlag Helga til mennta hér á landi eru þýðingar hans úr fornmálunum, grísku og latínu, þar sem hann heldur uppi merki góðra manna frá nítjándu öld, og það raunar þótt hann verði að fara krókaleiðir til þess sem er skrifað á fyrrnefnda tungumálinu, en hér verður honum klassískt hugarfar drjúgt vegarnesti og góður leiðarvísir til Grikkjanna. Hann fer yfirleitt þá skynsamlegu leið að þýða grísk ljóð undir sömu eða líkum háttum og þau eru ort undir, þannig að þau geta haldið sínum upprunalega blæ, og hefur Helgi ágætt vald yfir hinum grísku háttum. Þar sem hann bregður þó út af þessu er það ekki til bóta, svo sem í ljóðinu Til ungmeyjar eftir Sapfó, þar sem Helgi hefur freistazt til að bæta ríminu við þá bindingu sem felst í Sapfóarhættinum, þótt það sé vitaskuld gert af mikilli hagmælsku, en þar með tapast einmitt sá barnslegi einfaldleiki og það makalausa hispursleysi eða tilgerðarleysi sem er aðalsmerki skáldkonunnar og nýtur sín miklu betur í bæninni Til Afródítu þar sem rími er sleppt, þótt hið afar torþýdda upphafsorð kvæðisins, „Poikiloþrona“ („í marglitu hásæti“) sé lauslega þýtt með „Geislum krýnda“. Ljóð Sapfóar eru músík og myndamál af fínlegasta tagi, en máttugt tungutak og meitlaðar hugsanir setja hins vegar svip sinn á kórsöngvana úr grísku harmleikjunum sem hér eru nokkur sýnishorn af, og þýðir Helgi þessa kórsöngva af fádæma orðkynngi. Rétt er hins vegar að geta þess að Helgi fylgir ekki hinum grísku háttum þar nema að takmörkuðu leyti, þótt svo kunni að virðast á yfirborðinu, eða nánar tiltekið einfaldar hættina mjög og beitir nokkuð einhliða ljóðlínu af því tagi sem nefnd er glýkóneus (-v-vv-v-eða-vv-v-v-) og kemur fyrir víða í kórsöngvum svo sem í þeim hinum fræga í Antigónu sem hér hefst á orðunum Margt er undrið (v. 322—375). I sumum kórsöngvum gætu menn því saknað fjölbreytileika í hrynjandi, því þótt þetta lag falli að flestum línum og sé við hæfi í ofangreindum kórsöng sem og kórsöngvunum úr Oidipúsi í Kólónos — og þar kemst Helgi sannarlega á flug í skáldskapnum, — þá mundi hinn hægi sporkveðni (-v) háttur frumtextans falla betur að látleysi Seifsbænarinn- ar úr Óresteiu (Agam. 160—183) en aftur slagkveðinn (anapestískur, w-) að upphafi Nornagaldurs í sama verki (Eum. 307—320) (þótt sá galdur sé á sinn hátt einnig magnaður vel í þýðingunni). En af öðrum þýðingum frá fornöld skal hér að lokum nefna sérstaklega þýðingar á ljóðum Horatíusar sem birtast hér flestar í fyrsta skipti, og ber að fagna komu þeirra, því Horatíus er eitt þeirra skálda, sem He[gi bæði þekkir trúlega inn að beini og virðist eiga sitthvað sameiginlegt með í vinnu- 427
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.