Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Síða 97

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Síða 97
Umsagnir um btekur „Söguleg skáldsaga“ segir í yfirtitli bókarinnar, og skal tekið fram að yfir- titlar ættu, til einföldunar við röðun og leit í stafrófsskrám, ekki að líðast (nema ef bókaflokki er gefinn sameiginlegur yfirtitill til þess að raða megi honum saman). Skuldinni af þessu skelli ég á forlagið, en fyrirgef því jafnharðan vegna hins gagnlega yfirlitskorts af sögu- slóðum sem prentað er á spjaldopnur. Um útlit og frágang er að öðru leyti gott eitt að segja. Eg held ég hafi ekki tekið eftir nema tveim prentvillum, báðum lúmskum, en auðvitað veit maður aldrei hvar fleiri kunna að dyljast. Njörður sækir söguþráðinn í Píslar- sögu sr. Jóns Magnússonar á Eyri, þess ritsnjalla og fagurtrúaða kennimanns sem leið vítiskvalir í geðbilun sinni, kenndi þær göldrum, og fékk fyrir þær sakir brennda á báli feðga tvo, Jóna Jónssyni á Kirkjubóli, en Þuríður, ann- að barn eldra Jóns, fékk hrundið ákær- um klerks þegar þær beindust að henni. Njörður rekur söguna frá því sr. Jón fer að gruna nafna sína um græsku og fram yfir brennu þeirra. Mál Þuríðar afgreiðir hann í einu samtali þar sem hún vísar á bug fyrstu ásökunum prests með full- kominni sigurvissu. Fyrir bjartsýni hennar skortir að vísu raunsæjar for- sendur í þeirri stöðu, en samtalið nýtist til að loka sögunni í nokkru jafnvægi. Auk Píslarsögunnar notar Njörður eitthvað af gömlu guðsorði, og svo held ég votti fyrir textum sem varða önnur galdramál. Annars er efniviðurinn lang- mest sóttur í Píslarsöguna, þó þannig að athyglin og samúðin er lögð til Kirkju- bólsfólks, Jón yngri gerður aðalpersóna sögunnar, en Jón prestur verður skúrkur hennar, fyrirferðarmikil aukapersóna, jafnan séð með„annarra augum. Nú er ekkert nýtt að aukapersóna heimildar verði aðalpersóna í sögulegu skáldverki, en óvenjulegra að vinna þannig úr sjálfsævisögulegu efni. Til- raunin er athyglisverð, og tekst í aðalat- riðum vel. f>ó hattar svolítið fyrir, hvað langar verða lýsingarnar á orðræðum og atferli prests og sumt af því einhvern veginn erindislaust þegar það er ekki lengur séð gegnum hans eigin hug. Einna best takast sumir þeir kaflar sem gerast að presti fjarstöddum. Mál og menning Nú geta skáldrit verið söguleg og þó mis-söguleg. Er þar einkum þrennt að meta: tímarétt sögusvið; sannsögulega atburðarás; og loks það vægi sem sögu- leg túlkunarefni fá í úrvinnslu heim- ildanna. Sögusviðið í Dauðamönnum tekur til fjölmargra atriða sem á það reyna, hve tímatrú lýsingin sé. Ég er því miður lélegur dómari um flest þeirra, klæða- burð, húsbúnað og fleira og fleira, en ég sé a. m. k. fátt tortryggilegt. Helst við verslunarsöguna í fyrstu köflum bókar- innar þar sem það eru ekki sannfærandi verslunarhættir að bændur séu að dratta skreiðarinnleggi sínu í kaupstað á síð- ustu dögum kauptíðar og flytji það beint til skips (bls. 11). Því síður þegar þetta er látið gerast seint í september (19), en raunar hefði kauptíð á fiskihöfn eins og Isafirði átt að ljúka tveim mánuðum fyrr, eins og kemur fram í sjálfri Píslar- sögunni (bls. 145 í útg. Nordals), svo að Njörður mun breyta þessu vits vitandi, og hefur það upp úr krafsinu að geta notað hauströkkrið mjög ákjósanlega í myndríkum sviðsetningum fyrstu kafl- anna. (í september er auðvitað mjög eðlilegt að láta skipa út saltkjöti (10), en flutningur þess frá ísafirði er raunar skjalfestur einmitt þetta ár, þrátt fyrir 447
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.