Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Page 98

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Page 98
Tímarit Máls og menningar óþægilega kauptíð. Ekki er heldur fjar- stætt að hafa kjötið spaðhöggvið, þótt stórhöggvið væri víst sennilegra.) Hvað sem líður þessum eða öðrum einstökum smáatriðum (þ. á m. því sem bersýnilega stafar af prentvillu, að híbýli prests heiti „bæjarhúsið" í eintölu (19)), þá er sögu- sviðið tímarétt að því marki sem máli skiptir. Nema til baksviðsins sé talið málfar sögunnar, einkum í beinni ræðu, þá er það auðvitað ekki gegnumfært 17. aldar mál, heldur oftast hreint nútímamál, einnig samtölin. Ekki einu sinni að Njörður skorði sig við tiltölulega tíma- laust orðfæri, heldur notar hann ein- kennandi nútímamál eins og: „Það gengur ekki. Það er útilokað . . .“ (21); „að hætta . . . sambandi." (51, um kær- ustupar); „. . . að vera spurning um . . .“ (107); „almennt snakk“ (119); „snakk" kemur fyrir í Píslarsögunni, en ekki í þessu fasta sambandi). Þessi dæmi (öll úr beinni ræðu) og önnur álíka fara vel í sögunni, draga fram talmálsblæ (það ger- ir líka orðalag eins og „handan Eyrinn- ar“ (7)), og svo má að vissu leyti skilja vægar dönskuslettur nútímamálsins sem fulltrúa fyrir hið útlenskulega í málnotk- un 17. aldar. En svo fyrnir Njörður líka, þá yfir- leitt með því að taka upp meira og minna orðrétt úr Píslarsögunni, stund- um líka guðsorðabókum. Mestallt slíkt er lagt í munn sr. Jóni, ekki síst við embættisgjörðir hans sem virðast beinlínis notaðar til að koma á framfæri orðkynngi heimildarritanna. Einnig utan kirkju eru lengri tilsvör prests tals- vert fyrnd, en í örari orðaskiptum verð- ur hann að nota sama nútímamálið og viðmælendur hans til að þreyta ekki les- andann með sífelldum stílskiptum. Þá er málfyrning mikil í réttarhaldssenum, svo sem kannski hæfir hinu annarlega réttarfari aldarinnar. Enn bregður fyrir Píslarsöguklausum í höfundartexta án sérstaks tilefnis: „því hér hefur stráka- stöðull öngvan böðul að óttast“ (68); „Nú liggur flas og flýtir á höndum“ (93). I öllu þessu verður margvísleg ó- samkvæmni, en raunar mun torvelt að sneiða hjá henni með öllu, ef á annað borð er beitt málfyrningu til að hnykkja á tímafestu sögulegt skáldrits. Ast—*öngþveiti Og sannsöguleg atburðarás, sagði ég. Það vantar ekki að um langflest atvik fylgir Njörður heimild sinni náið,eða einfaldar mjög hóflega. Hefði jafnvel mátt einfalda víðar efni eða fram- setningu, svo sem um ráðstöfun á eigum hinna brenndu (24. kafli, allur upp úr Píslarsögunni), eða um tylftareiðinn sem þeim Jónum tókst ekki að fá nógu marga til að vinna með sér til að hrinda af sér galdrakærunni; þar er óglöggt hlutverk þeirra sjö eiðmanna sem sýslumenn til- nefndu (93—94; virðast á bls. 102 engu máli skipta). I þessu, eins og mál- fyrningunni og hinum löngu senum með sr. Jóni, er skáldritið ívið um of á valdi heimildarinnar. Dálítið fyllir Njörður í eyður heim- ildanna, og er langhelsta viðbót hans við söguþráðinn um ástamál Jóns yngra, sem verða önnur uppspretta atburðarás- arinnar ásamt geðbilun sr. Jóns. I ástar- sögunni er tám tyllt á tvær staðreyndir: að Jóni var synjað ráðahags við stjúp- dóttur prests; og að hann lagði hendur á vinnukonu föður síns. Fléttast þetta efni snyrtilega við gang sjálfs galdramálsins. Sakleysið, síst má án þess vera I einu lykilatriði gengui^Njörður gegn heimild sinni. Hann lætur Þorleif Korts- 448
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.