Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Side 105

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Side 105
Umsagnir um bœkur 9. öld, fólki þaðan svo fylgt til íslands. Sögurnar um fund landsins og landnám Ingólfs eru teknar orðréttar upp úr Landnámu. Þá er fjallað um húsakost, atvinnuhætti, stéttaskiptingu og trúar- brögð. Loks er sagt frá upphafi þing- halds og stjórnskipunar. Inn á milli eru stuttar greinar þar sem færustu sérfræð- ingar á efnissviðum ritsins segja álit sitt. Ytarefnið Landnámsþættir er á svipuð- um slóðum. Ymist er sagt frekar frá sömu hlutum eða öðrum skyldum bætt við (Pöpum, Þjóðminjasafni, klæðnaði, leikjum, vopnum o. s. frv.). Ef við berum þessar bækur saman við gömlu Islandssögubækurnar sem enn eru á markaði, Jónasar Jónssonar, Þór- leifs Bjarnasonar og Þorsteins M. Jóns- sonar, þá verður auðvitað að gæta þess að þetta er aðeins hluti þess námsefnis sem stendur til að gefa út í samfélags- fræði. Þó hygg ég að bækurnar sýni tvær breytingar á viðhorfi til efnis sögu- kennslubóka. I fyrsta lagi er ekkert kapp lagt á það lengur að dreifa námsefni neitt nálægt því jafnt á allar aldir Islandssög- unnar. Með því að gera sér upp dálítið skilningsleysi á tilgang höfunda þessara þriggja námseininga mætti segja að þær fjölluðu næstum eingöngu um ein 120 ár sögunnar (870—930, 1700 —1720, 1840— 1880). Ef gera ætti öðrum öldum sömu skil færi að sneyðast um tíma í skólun- um. Hin breytingin er sú að áherslan hefur færst af persónusögu og stjórn- málaatburðasögu yfir á atvinnulíf og þjóðhætti. Báðar þessar breytingar end- urspegla ný viðhorf í fræðigreininni sagnfræði, og báðar eru tvímælalaust til bóta. Þegar hin reglulega yfirferðarskylda yfir „alla“ söguna hefur verið lögð af á ekki lengur að vera þörf á að þjappa efni saman til að koma því fyrir í stuttum bókum. Það var einmitt megingallinn á sumum gömlu bókunum, til dæmis þeirra Þórleifs Bjarnasonar og Þorsteins M. Jónssonar, að þar var reynt að koma allt of mörgu fyrir í stuttu máli. En samkvæmt hinu nýja viðhorfi á alltaf að vera hægt að kjósa að sleppa efnisatriði ef það rúmast ekki með góðu móti. Að vísu er eins og höfundar nýju bókanna hafi ekki áttað sig á þessu til fulls. Hjá þeim öllum mætti benda á dæmi um að farið sé of fljótt yfir sögu. Haukur ver of litlu rúmi í að rekja þróun húsakynna og samgangna fram á atvinnubyltingarskeið 20. aldar og hefði líklega betur ein- skorðað sig við gamla samfélagið. Eink- um þykir mér þó rit Lýðs of saman- þjappað. Svo dæmi sé nefnt tekur kafli sem ber heitið Astandið á lslandi rúm- lega hálfa blaðsíðu (14) en þar tekst samt að drepa á vinnutíma, skóla, skriftar- og lestrarkunnáttu, bókaútgáfu, lestrarfé- lög, póstflutninga, vegi, brýr, þéttbýli, dans og önnur mannamót. Þótt ég Iýsi yfir stuðningi við nýju viðhorfin til efnisvals geri ég það með tveim fyrirvörum og set fram tvær kröf- ur til námsefnisins í samfélagsfræði sem ekki hafa verið uppfylltar með því efni sem er komið út: 1. Einhvers staðar í skólakerfinu þurfa nemendur að kynn- ast einhverju efnisatriði frá hverri öld íslandssögunnar, þannig að hver öld fái mynd eða rúm í hugum þeirra. Það gerir kleift að taka við nýjum sögufróðleik og skipa honum til sætis í huganum, sjá hann í tímasamhengi við aðra fróðleiks- mola. 2. Einhvers staðar í skólakerfinu þurfa nemendur að fá góðan skilning á grundvallarhugtökum stjórnmála: lýð- ræði, lýðveldi, þingræði, umboð, full- trúi, embætti o. s. frv., og ég ímynda mér að best gangi að kenna slík hugtök á sögulegu efni. Að þessum skilyrðum 455
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.