Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Side 108

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Side 108
Tímarit Máls og menningar sem dæmi meðferð hans á hugtökunum sjálfstædi og lýðræði. Þessi hugtök eru hvergi skýrð, og orðið lýðræði kemur varla fyrir í námsefninu. I stað beggja beitir höfundur mikið ennþá yfirgrips- meira hugtaki, frelsi. Þannig segir hann í nemendaheftinu (4): Oft er talað um frjálsar þjóðir og ófrjálsar þjóðir. Frelsi þjóða er með ýmsum hætti, t. d. efnahagslegt og stjórnmálalegt. Segja má að þjóð búi við stjórnmálalegt frelsi ef hún getur ráðið innanlandsmálum sínum til lykta án erlendrar íhlutunar og sem allra flestir íbúanna geta haft sín áhrif á ákvarðanir á því sviði. I Kennsluleiðbeiningum reynir Lýður að skýra frelsishugtakið betur fyrir kennurum (3—4): Til álita kemur að kennari bæði nem- endur að spyrjast fyrir um merkingu þessara hugtaka hjá félögum sínum eða aðstandendum áður en kaflinn verður tekinn til umfjöllunar. Vafa- lítið verða þá ýmis mannréttindi nefnd sem dæmi um einkenni á frjálsri þjóð, t. d. málfrelsi, funda- frelsi og trúfrelsi. Slíkt mætti nefna „innra frelsi“ (frelsi þegnanna) til að- greiningar frá „ytra frelsi“ (ákvarð- anir eru teknar af einhverjum — fleiri eða færri — af þjóðinni en ekki af aðilum af öðrum þjóðum). I kafla um þjóðernisstefnu þarf Lýður á lýðræðishugtakinu að halda og um- skrifar það nú sem „jafnrétti á stjórn- málasviðinu“ (10); „Sjálfsákvörðunar- réttur þjóða var þessum mönnum [o: þjóðernissinnum] mikið hjartans mál en þeir lögðu minni áherslu á jafnrétti á stjórnmálasviðinu.“ Kafli um frjáls- hyggju (10) hjálpar ekki upp á sakirnar því að henni er þar eingöngu lýst með tilvitnun í Jón Sigurðsson. Þótt Jóni hafi verið margt betur gefið en öðrum mönnum var hann ekki stílsnillingur, og hann er örugglega mjög illa fallinn til að skýra framandleg hugtök fyrir krökkum á síðari hluta 20. aldar. Loks kemur Lýður að þessum efnum í sambandi við ráðgjafarþingin, og þar er klausa sem auðvelt væri að misskilja (24): Mikið skorti því á að hugmynd Jóns Sigurðssonar um úrslitavaldið til þjóðarinnar og þar með sjálfstæði Is- lendinga hefði náð fram að ganga. Slíkt stjórnarfar var þá fremur fátítt í heiminum. Staðreyndir Ef til vill má segja að kennslubók sé nokkurn veginn jafngóð sem slík þótt farið sé nokkuð frjálslega með einstakar staðreyndir. Það er svo margt og mikið hvort sem er sem nemendur vita ekki eftir lesturinn að litlu kann að skipta þó að þeir viti eitthvað rangt. Þó held ég að við verðum hiklaust að gera þá kröfu til námsefnishöfunda að þeir fari ekki með neitt sem er beinlínis rangt eða getur augljóslega verið villandi. Allt annað hlýtur að leiða okkur í endalausar mót- sagnir og rökleysur. Því má ég til með að benda á nokkur dæmi um hæpna með- ferð á hinum sögulega veruleika. Vandi Hauks Sigurðssonar felst eink- um í sviðsetningunni. A líkan hátt og söguleg kvikmynd krefst hún þess að höfundur taki afstöðu til margvíslegra atriða sem höfundur venjulegrar frá- sagnar getur leitt hjá sér. Og stundum virðist mér að Hauki bregðist bogalistin. Hann lætur karlmenn fara í fjós og 458
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.