Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Page 108
Tímarit Máls og menningar
sem dæmi meðferð hans á hugtökunum
sjálfstædi og lýðræði. Þessi hugtök eru
hvergi skýrð, og orðið lýðræði kemur
varla fyrir í námsefninu. I stað beggja
beitir höfundur mikið ennþá yfirgrips-
meira hugtaki, frelsi. Þannig segir hann í
nemendaheftinu (4):
Oft er talað um frjálsar þjóðir og
ófrjálsar þjóðir. Frelsi þjóða er með
ýmsum hætti, t. d. efnahagslegt og
stjórnmálalegt. Segja má að þjóð búi
við stjórnmálalegt frelsi ef hún getur
ráðið innanlandsmálum sínum til
lykta án erlendrar íhlutunar og sem
allra flestir íbúanna geta haft sín áhrif
á ákvarðanir á því sviði.
I Kennsluleiðbeiningum reynir Lýður
að skýra frelsishugtakið betur fyrir
kennurum (3—4):
Til álita kemur að kennari bæði nem-
endur að spyrjast fyrir um merkingu
þessara hugtaka hjá félögum sínum
eða aðstandendum áður en kaflinn
verður tekinn til umfjöllunar. Vafa-
lítið verða þá ýmis mannréttindi
nefnd sem dæmi um einkenni á
frjálsri þjóð, t. d. málfrelsi, funda-
frelsi og trúfrelsi. Slíkt mætti nefna
„innra frelsi“ (frelsi þegnanna) til að-
greiningar frá „ytra frelsi“ (ákvarð-
anir eru teknar af einhverjum —
fleiri eða færri — af þjóðinni en ekki
af aðilum af öðrum þjóðum).
I kafla um þjóðernisstefnu þarf Lýður
á lýðræðishugtakinu að halda og um-
skrifar það nú sem „jafnrétti á stjórn-
málasviðinu“ (10); „Sjálfsákvörðunar-
réttur þjóða var þessum mönnum [o:
þjóðernissinnum] mikið hjartans mál en
þeir lögðu minni áherslu á jafnrétti á
stjórnmálasviðinu.“ Kafli um frjáls-
hyggju (10) hjálpar ekki upp á sakirnar
því að henni er þar eingöngu lýst með
tilvitnun í Jón Sigurðsson. Þótt Jóni hafi
verið margt betur gefið en öðrum
mönnum var hann ekki stílsnillingur, og
hann er örugglega mjög illa fallinn til að
skýra framandleg hugtök fyrir krökkum
á síðari hluta 20. aldar. Loks kemur
Lýður að þessum efnum í sambandi við
ráðgjafarþingin, og þar er klausa sem
auðvelt væri að misskilja (24):
Mikið skorti því á að hugmynd Jóns
Sigurðssonar um úrslitavaldið til
þjóðarinnar og þar með sjálfstæði Is-
lendinga hefði náð fram að ganga.
Slíkt stjórnarfar var þá fremur fátítt í
heiminum.
Staðreyndir
Ef til vill má segja að kennslubók sé
nokkurn veginn jafngóð sem slík þótt
farið sé nokkuð frjálslega með einstakar
staðreyndir. Það er svo margt og mikið
hvort sem er sem nemendur vita ekki
eftir lesturinn að litlu kann að skipta þó
að þeir viti eitthvað rangt. Þó held ég að
við verðum hiklaust að gera þá kröfu til
námsefnishöfunda að þeir fari ekki með
neitt sem er beinlínis rangt eða getur
augljóslega verið villandi. Allt annað
hlýtur að leiða okkur í endalausar mót-
sagnir og rökleysur. Því má ég til með að
benda á nokkur dæmi um hæpna með-
ferð á hinum sögulega veruleika.
Vandi Hauks Sigurðssonar felst eink-
um í sviðsetningunni. A líkan hátt og
söguleg kvikmynd krefst hún þess að
höfundur taki afstöðu til margvíslegra
atriða sem höfundur venjulegrar frá-
sagnar getur leitt hjá sér. Og stundum
virðist mér að Hauki bregðist bogalistin.
Hann lætur karlmenn fara í fjós og
458