Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Side 121

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Side 121
Umsagnir um brekur gagnslaust karp um einstaka höfunda, þeir færu að véfengja og dylgja um að velja hefði átt ljóð eftir hina og þessa í staðinn fyrir þá sem eiga ljóð í bókinni. Þessi spádómur hefur heldur betur ræst, Silja hafnaði á þessum stað og hefði ég unnt henni betri félagsskapar. Ekki ætla ég að þrátta við hana né aðra um svo teygjanlegt efni. Mér þykir sjálfsagt að hún hefði valið önnur ljóð en ég. Eg hef ekki trú á að neinir tveir myndu velja sömu ljóðin. Það er endalaust hægt að togast á um valið og aldrei verða allir ánægðir með það. Það er annars eft- irtektarvert að gagnrýnendur sakna höf- unda en ekki ljóða í þessari bók og þykir mér það góðs viti því að ég var ekki að velja höfunda eða hafna þeim, heldur var ég að velja ljóð. Silja lætur að vísu sem hún sakni ljóða um bernskuminningar ungskálda. Það má auðvitað alltaf deila um magn og efnishlutföll. E. t. v. á hún við einhverja sérstaka tegund bernsku- minninga en benda vil ég henni t. d. á ljóðin „Annar dagur í janúar“ (bls. 67— 68) og „Að drepa tímann" (bls. 112 — 115). Þá minnist hún á ljóð um „veru- leikaskynjun nútímamannsins" og lætur eins og þau vanti í bókina. Þeir sem lesa bókina opnum augum hljóta að undrast slík skrif því að tveir hlutar bókarinnar, „Veruleiki nútímans" (bls. 97—119) og „Sjónarmið“ (bls. 123—151) fjalla að mestu leyti um þetta. Silja tilgreinir eitt ljóð eftir Arna Larsson sem henni finnst líklega að hefði átt að velja. Vel get ég skilið það en auðvelt er að benda á tugi ljóða eftir mörg skáld sem vel hefðu sómt sér í sýnisbókinni en komust þar samt ekki fyrir. Vel má vera að sumt í hinum stutta formála bókarinnar hefði mátt orða nán- ar. A. m. k. verð ég að ætla að Silja hafi ekki viljandi misskilið klausu sem hún tilgreinir af bls. 20 í formála mínum. Hún slítur að vísu síðustu málsgreinina frá efnisgreininni í heild og misskilur eða skekkir það sem þarna stendur. I heild er efnisgreinin svona: Varðandi flokkun ljóðanna og lífs- viðhorfin í þeim er rétt að taka það fram að ung og lítt þroskuð skáld yrkja nú sem fyrr mikið af sjálf- lægum ljóðum sem gjarnan eru hlað- in bölsýni og kvöl þó að þjáningarn- ar sýnist ekki ósviknar. Slík ljóð eru að sjálfsögðu ekki birt hér. Eg tel að hin þroskaðri viðhorf og meðvituð afstaða skáldanna komi fram í ljóð- um þessarar bókar. Með þessu er ég einfaldlega að segja að ég birti því aðeins sjálflæg ljóð skáldanna að þau eigi sér innistæðu í heilli hugsun og meðvituðu sálarlífi en ekki heimshryggðarvíl sem ekkert er á bak við nema sjálfsvorkunn. Kannski hefur það verið hreinn óþarfi að taka þetta fram. En þessi barlómsljóð eru býsna fyrirferðarmikil og auðvelt væri að benda á mörg dæmi þeirra hér þó að mér finnist það ekki tilhlýðilegt skáldanna vegna. En sjálflæg ljóð ættu allir að geta lesið í bókinni, líka Jóhann Hjálmarsson sem snúið hefur út úr þessu á sama hátt (Mbl. 26. júní 1983). Að sjálfsögðu má deila um byggingu sýnisbókarinnar eins og fleira. Silja Að- alsteinsdóttir virðist vera þeirrar skoð- unar að bókin hefði átt að miðast við að „kynna hvert skáld um sig“. Hér sýnist mér enn vera á ferðinni gamla 19.-aldar sjónarmiðið, sem tröllriðið hefur safn- ljóðaútgáfum hér á landi langt fram á þessa öld, þ. e. að kynna skáld í röðum, eitt á eftir öðru. Það er þessi úrelta aðferð sem, bæði í skólum og annars 471
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.