Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Blaðsíða 16

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Blaðsíða 16
Tímarit Máls og menningar raðir, tímarit og póstkortaseríur. Einkenni á verkum hans er einmitt hugtök sem þessu tengjast, svo sem endurtekning, tilbrigði, magn, raðir, stærð o. s. frv. Slík hugðarefni voru mjög við lýði í listheiminum almennt á vissu skeiði. Segja má að Dieter Roth hafi fundið upp á flestu því sem aðrir hafa unnið með síðar eða jafnhliða og að könnun hans á bókarforminu og möguleikum þess geti verið öðrum bæði hvatning og innblástur. Hér að ofan hefur aðeins verið stiklað á stóru í bókagerð hans á 6. og 7. áratugnum og það ekki að ófyrirsynju, enda má segja að verk hans séu hreinasta gull- náma fyrir þá sem hafa áhuga á bókagerð af því tagi sem hér er til umfjöll- unar. Bókagerð Magnúsar Pálssonar er með nokkuð öðru sniði en bókagerð Dieters Roth. Magnús hefur einkum fengist við skúlptúrverk og ef til vill er það vegna samvinnu hans og Dieters að hann tók að fást við bókina sem skúlptúr. Fyrsta bókverk Magnúsar er Pappírsást frá 1966, þ. e. a. s. frá því áður en meginþorri listamanna, erlendra sem innlendra, var tekinn til við bókagerð. Pappírsást er einskonar skúlptúrverk í 4 eintökum, sem hvert er tilbrigði við sömu hugmynd. Eitt eintakið var t. d. gert þannig að fyrsta blað bókarinnar var brotið yfir ójöfnur á kápublaðinu og næsta blað síðan brotið yfir fyrsta blaðið og svo koll af kolli uns ójöfnurnar flöttust út. I þessu verki má þá greina svipuð hugðarefni og algeng voru á þessum tíma: aðferð, röð og endurtekningu. Onnur skúlpturbók Magnúsar er öllu ævin- týralegri í hugsun, því að hugmyndin að henni var sú að taka heilan bíl og brjóta ýmsa hluta hans niður í bækur. Ekkert varð þó úr því að þessi hugmynd næði fram að ganga í heild en „bílabókin“ Automobile frá 1970 er skref í áttina að útfærslu þessarar hugmyndar. Hún var búin til þannig að hjólbarði og slanga voru skorin í tvennt, slangan síðan soðin saman á endunum, blásin upp og límd í hjólbarðann í miðju. Hjólbarðinn gegndi þá hlutverki kápunnar en uppblásnu slönguendarnir hvor um sig hlutverki blaðsíðnanna. Eina „venjulega" bókin sem Magnús hefur gefið út er hunda- bókin Dogbook frá 1973 en í henni eru myndir af gifshundum Magnúsar sem raðað er upp í ákveðna röð af heillegum og tætingslegum hundum. En bókagerð Magnúsar hefur ekki eingöngu tengst vinnu hans með skúlptúr sem sýnilegan hlut, heldur einnig umfjöllun hans um „negatíft" rúm eða tómarúm og hlutgervingu hins ósýnilega. Dæmi um þetta er bókin Suspense frá 1975. Þar er hið ósýnilega hlutgert á þann hátt að Magnús hætti að lesa spennandi reyfara þegar spennan stóð sem hæst og tók gifsmót af opnu bók- arinnar sem hlutgerði þannig spennuna í bókinni. Þessi áhersla Magnúsar á bókina sem skúlptúr eða skúlptúrinn sem bók, sem gætir mjög á þessu tíma- bili, víkur fyrir öðrum hugðarefnum þegar hann hefur kennslu í MHI og verður vikið að því síðar. 150
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.