Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Blaðsíða 110

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Blaðsíða 110
Tímarit Máls og menningar undanhald Péturs. Og það tókst henni. Pétur rétti aftur úr sér. Og nú þurfti hún að fylgja eftir þessu fyrsta skrefi. (97) I þýðingunni verður þetta: Ho gjorde seg slett ikkje klárt kva ho eigenleg ville gjera men hadde ein uklár tokke av at det galdt frá förste stund á hindre at Peter gav etter. Det lukkast henne. Peter rette seg opp att. Og no laut ho ta neste steget. (65) Undanhaldið og sú mynd sem „skrefið" framkallar af fótgönguliða á vígvelli koma ekki fram í þýðingunni, auk þess sem orðasambandið „að fylgja e-u eftir“ í síðustu setningunni hefur augljóslega verið tekið fyrir „að fylgja á eftir“. Undanhald kemur víðar við sögu í Leigjandanum og alltaf með orðalagi sem vísar í bardaga eða stríð, og sem sjaldnast næst í þýðingunni. „Hún stanzaði á undanhaldi sínu“ (59), verður „ho stogga i unnaferda si“ (41), sem hefur ekki samsvarandi skírskotun. „Hún hrakti Pétur undan sér“ (81) verður „Ho skuva Peter fra seg“ (55), þ. e. ýtti honum frá sér, og „engin leið var til frekari undankomu“ (78) verður „til han ikkje kunne koma lenger“ (54), þar til hann komst ekki lengra. Einnig eru konan og Pétur alltaf „að hörfa“. Við komu leigjandans stendur konan kyrr þar sem hún er nið- urkomin „miðja vegu milli útidyra og eldhúsdyra þangað sem hún hafði hörfað“ (9), og er það þýtt með “ . . . dit ho hadde tokka seg attende“ (10). Þegar hann svo gerir sig líklegan til að halla sér út af í sófanum, „hörfaði hún út úr forstofunni“ (16), og verður það í þýðingunni „drog seg bort frá forstova“ (15). Þegar leigjandinn spyr hvort hún líti á hann sem gest, „gat hún ekki svarað þessari spurningu og hún tók að hörfa undan henni í átt til manns síns“ (23), og þar hefur þýðingin “ . . . ho byrja vike unna“ (19). Þegar konan hefur óvænt orðið að manneskju í augum leigjandans, sá hún það eitt ráð „að hörfa“ (36), og verður það „a dra seg tilbake“ (27). Þegar hún horfir á karlana baða sig í heimsins dýrð í sófanum, segir að „Hún hörfaði“ (58), sem þýtt er með „Ho drog seg unna“ (41), og í þessu sama atriði segir „og enn hörfaði hún“ (58), sem þýtt er með enn einu tilbrigðinu: „Ho heldt fram á dra seg attende“ (41). Fæst eða ekkert þessara orða í þýðingunni gætu skilist sem vísun í mál úr hernaði, auk þess sem endurtekn- ingunni og merkingu hennar hefur alveg verið eytt. Með því að láta fólk vera „að hörfa“ inni á eigin heimilum tengir Svava saman hversdagslegt umhverfi og mál tekið úr hernaði. Hún notar sem sagt vísanirnar á svipaðan hátt og fantasíuna, en með öfugum formerkjum, þar sem í fantasíunni felast leiðir til frelsunar, en vísanirnar benda til ófrelsis og stöðnunar. Þetta kemur mjög vel fram í myndinni af götunni sem skilur \ 244
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.