Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Blaðsíða 67
Brúðan
með því að finna felustaðinn og andlitið, og að þá hafi allir litið á mig
og lokað mig inni í þögn, svo engin leið var út nema í gegnum guð:
bæn til hans um að drepa frændann. En minnið er oft aðeins óskin.
Fréttir bárust af honum stöku sinnum. Hann varð veikari og
veikari. Farið var að tala um mann sem dæi í blóma lífsins. A þessum
árum var mikið rætt um blóma lífsins. Yfir sjúkdóminum hvíldi ein-
hver leynd. Farið var að fylgjast með því hvort sorgin sæist ekki á
foreldrum hans, hvort fjölskyldan bæri ekki sorgina utan á sér.
Varfærni fór að gera vart við sig í daglegri umgengni. Hún er sú virð-
ing sem alþýðumaðurinn ber fyrir dauðanum.
Og svo dó frændinn. Þá fór strax að kvisast út um eðli sjúkdóms-
ins, að hann hefði fengið berklana neðan í sig en leynt því, en ef hann
hefði sagt frá því hefði eflaust verið hægt að lækna hann. Sagt var að
hann hefði verið sæll að fá að fara. I raun og veru þótti það bera vott
um mannlega reisn að hafa heldur viljað deyja en viðurkenna að sjúk-
dómurinn hefði gripið um sig á hinum leynda stað. Okkur krakkana
hryllti við berklasjúkum eistum og við sættum okkur við dauðann,
að minnsta kosti þann sem aðrir verða að lúta, meðan maður er
sjálfur svo ungur og hraustur og dauðinn í órafjarlægð nema sem
áleitin hugsun sem hjálpar manni við að hræða sjálfan sig.
Þegar líkið var flutt heim fyllti kistan næstum stofuna. Við komum
á undan athöfninni. A kistunni var skál með vatni, því það átti líka að
skíra. Innan skamms fylltist húsið. Félagar hans af sjónum voru of
þreknir fyrir ganginn. Við fótalag kistunnar sátu foreldrar hans.
Hitinn varð ógurlegur í hinu þrönga húsi. Sjómennirnir voru svo
heitfengir. Smám saman fór að myndast hvít húð inni á skálinni.
Þetta voru smábólur sem spruttu fram við hitann. Allt í einu ímynd-
aði ég mér að eitur hefði stigið úr kistunni og komist í vatnið, og
þegar höfuð barnsins yrði fært að skálinni og presturinn ysi það vatni
mundi barnið detta niður dautt eða eitur komast í höfuð þess sem
hlyti að gera það brjálað.
En ekkert gerðist. Það var ekkert grátið. Aðeins eitt tár rann úr
vinstra auga afa míns. Mér þótti undarlegt að hægt væri að gráta með
öðru auganu og aðeins einu tári. Tárið var lengi á kinninni og ég beið
eftir að það rynni niður eða hann stryki það burt. En það var bara
þarna eitt, en enga geðshræringu að sjá á auganu.
Barnið var skírt. Síðan var jarðað. Sagt var að við börnin hefðum
TMM V
201