Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Blaðsíða 71
George Mackay Brown
samspili merkingar og mynda, eins og þegar hann notar „the red coat“
(rauða kápan) eða „the red shirt“ (rauða skyrtan) um að brenna einhvern á
báli.
Rúnaletur er elsta stafróf germanskra þjóða og var oft talið leyndar-
dómsfullt dulmál. Enda voru fornar norrænar rúnir oftast knappar og
torráðnar og mátti ráða þær á fleiri en einn veg. Mackay Brown virðist hafa
heillast af þessu tjáningarformi og hefur meira að segja skrifað smásögu um
hugsanlegan uppruna og merkingu hinna forvitnilegu rúnarista sem fundist
hafa í grafhýsinu í Maeshowe á Orkneyjum. Með því að fella þetta form inn
í ljóðagerð sína eykur hann jafnframt táknsæi hennar og listrænt gildi að
miklum mun. Arangurinn verður oft ótrúlegur, stundum svo listileg smá-
mynd að nær fullkomnun verður ekki komist:
The sun-dipped isle was suddenly a sheep,
Lost and stupid, a dense wet tremulous fleece.
(úr „Weather Bestiary“, The Year of the Whale, 1965)
(Sóldifin eyjan varð skyndilega kind,
ráðvillt og heimsk; þéttvotur titrandi ullarlagður.s'
stundum skopleg og beinskeytt mynd úr lífinu:
A man of war enchanted
Three boys away.
Pinleg, Windbag, Lord Rum returned.
(úr „Runes from a Holy Island“, Poems New & Selected, 1971)
(Herskip töfraði
þrjá drengi á brott.
Staurfótur, Vindbelgur og síra Spíri sneru heim.)
og stundum ruddaleg gáta:
Here lies Sigurd the fisher
Dead of hooves.
(úr Fishermen with Ploughs, 1979)
(Hér hvílir Sigurður sjómaður
fallinn fyrir hófum.)
* Öll ljóðabrotin eru hér þýdd því sem næst orðrétt en frummálinu látið eftir að
kynna ljóðmál höfundar. — Þýö.
205