Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Blaðsíða 85

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Blaðsíða 85
Sídasta ást Genghis prins fágaði maður gat loks notið til fullnustu þess munaðar sem æðstur er og felst í því að vera allslaus. Brátt gerðu fyrstu kuldarnir vart við sig; snjórinn sveipaði hlíðar fjallsins djúpum fellingum líkt og vattfóðruð vetrarflík, og þokan kæfði sólina. Frá morgni til kvölds las Genghi helgar bækur við lítilfjörlega glóðartýru og fann í fábrotnum versum þeirra fyllingu, sem jafnvel hin innilegustu ástarljóð gátu ekki fært honum framar. En brátt fann hann að sjón hans hrakaði, eins og öll tárin sem hann hafði úthellt yfir hviklyndum ástmeyjum hefðu brennt í honum augun, og hann varð að horfast í augu við það að myrkrið mundi færast yfir fyrr en dauðinn. Oðru hverju kom kalinn sendiboði úr borginni, haltrandi á örþreyttum frostbólgnum fótum, og færði honum lotningarfullur skilaboð frá ættingjum og vinum sem óskuðu eftir því að heimsækja hann ennþá einu sinni í þessum heimi, áður en stund hinna óendanlegu og óráðnu endurfunda framhalds- lífsins rynni upp. En Genghi óttaðist að hann mundi einungis vekja meðaumkvun eða virðingu gesta sinna, hvort tveggja tilfinningar sem hann hryllti við, og kaus frekar að falla í gleymsku. Hann hristi dapurlega höfuðið, og prinsinn sem forðum var frægur fyrir skáld- gáfu sína og fagra rithönd sendi boðberann til baka með auða örk. Smám saman dró úr tengslum við borgina; árstíðahjólið snerist; menn héldu áfram að gera sér dagamun á stórhátíðum fjarri prinsin- um sem áður fyrr hafði stjórnað slíkum athöfnum með sveiflu blævængs, og sjón Genghis, sem hafði gefið sig blygðunarlaust á vald dapurleika einsemdarinnar, hrakaði stöðugt, því hann fyrirvarð sig ekki lengur fyrir að gráta. Nokkrar af fyrrverandi ástmeyjum hans höfðu boðist til að koma og deila með honum einverunni, sem var ríkulega minningum stráð. Innilegustu bréfin bárust frá Hefðarfrúnni-úr-þorpinu-þar-sem- blómum-rignir; þetta var gömul hjákona af millistéttarfólki komin og heldur ólagleg; hún hafði verið dygg hirðmeyja eiginkvenna Genghis, og í átján ár hafði hún unnað prinsinum hugástum án þess að þreytast nokkurntíma á því að þjást. Hann heimsótti hana stöku sinnum á nóttunni, og þessir fundir, þótt sjaldgæfir væru eins og stjörnur á rigningarnótt, höfðu nægt til þess að lýsa upp litlausa tilveru Hefðarfrúarinnar-úr-þorpinu-þar-sem-blómum-rignir. En Hefðarfrúin leit raunsætt á útlit sitt, gáfur og uppruna, og þess vegna bar hún, ein af svo mörgum ástmeyjum, ljúfa þakklætiskennd til TMM V 219
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.