Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Blaðsíða 70
Tímarit Máls og menningar
Það sem myndi þó líklega vekja mestan áhuga meðal íslenskra lesenda á
ljóðum, sögum og skáldskap Georges Mackay Brown væri hin mikla ást
hans og þekking á norrænum fornbókmenntum (sérstaklega Orkneyinga-
sögu og Islendingasögunum) og þau geysilegu áhrif sem þær hafa haft á stíl
hans og efnisval. Sem bornum og barnfæddum Orkneyingi hefði Mackay
Brown að sjálfsögðu veist erfitt að sneiða algerlega hjá hinum norræna
bókmenntaarfi. Orkneyjar voru um margra alda skeið norsk nýlenda og
komu ekki undir skosku krúnuna fyrr en árið 1471. Enn fremur var tunga
sú er töluð var á Orkneyjum byggð á norrænu og dó ekki út sem talað mál
fyrr en á 17. öld. I nútímamáli Orkneyinga er enn að finna ýmis orð úr
þessari gömlu tungu og það eru einmitt slík mállýskuorð sem sýna gleggst
hin norrænu áhrif á verk Mackays Brown. Hann notar iðulega orð eins og
„thole“ (þola), „hoast“ (hósta), „geo“ (gjá), „noust“ (naust), „spier“ (spyrja)
og jafnvel eintöluform annarrar persónu fornafnsins „thu“ (þú), en allt þetta
þekkja Islendingar undir eins. Fjölmörg manna- og staðanöfn í verkum hans
sýna einnig þennan ríka norrænu-arf: „Thorfinn", „Magnus“, „Rognvald“,
„Thora“; „Tor Ness“, „Westray Firth“, „Papa Stronsay“, „Rackwick“
o. s. frv.
Auðvitað eru áhrif í þessa veru óumflýjanleg í verkum Mackays Brown
og sæjust í orðavali hjá hverjum Orkneyingi sem ætlaði sér að skrifa af
innsæi um sitt eigið umhverfi. En í stíl Mackays Brown má sjá enn
mikilvægari áhrif frá fornum norrænum skáldskap. Þau koma ljósast fram í
ljóðum hans, einkum þó í notkun hans á kenningum og orðum úr rúnarist-
um. Kenningar voru að fornu veigamikill þáttur í norrænum skáldskap;
myndmál sem fólst í því að stilla saman tveimur orðum ólíkrar merkingar
og gefa þannig algengum grundvallaratriðum í lífi og menningu víkinganna
skáldlegri heiti. I ljóði sínu „The Sea: Four Elegies“ (Winterfold, 1976) telur
Mackay Brown til að mynda upp nokkrar kenningar fyrir sjóinn: „swan’s
path“ (svanbraut), „whale’s acre“ (hvalvöllur), „widow maker“ (ekkju-
smiður) o. s. frv. I kveðskap hans er að finna sæg slíkra kenninga, sem
minna á hinar norrænu, einkum í ljóðunum sem fjalla um efni tengt
víkingaöldinni. Meðal þeirra algengustu eru: „salt furrow“ (salt plógfar —
rista báts), „hawkfall“ (haukfall — dauði), „earth gold“ (jarðargull) og
„cargoes of summer" (sumaræki — uppskera — hvortveggja), og „blue hills“
(bláhólar — hvalir). Kenningarnar eru ekki eingöngu í víkingaljóðum hans,
heldur notar hann þær engu minna í óbundnu máli og ein þeirra er til dæmis
titill smásagnasafns sem út kom árið 1974, Hawkfall. Ætlun hans með
þessum kenningum er ef til vill sú fyrst og fremst að höndla hljóm og anda
hins forna skáldskaparmáls í víkingaljóðum sínum. En í nútímalegri ljóðum
sínum og smásögum tekst honum engu síður að glæða þær lífi með kröftugu
204