Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Blaðsíða 92
Tímarit Máls og menningar
keppinautur hafði einsett sér að elska mig ein? Og ykkur ísmeygilegu
minningar um of fagra stjúpmóður mína og of unga eiginkonu, sem
tók það að sér að sýna mér, hver kvöl það er að vera ýmist
samsektarmaður eða fórnarlamb ótryggðar? Og þig, viðkvæma
minning um hefðarmeyna Trjásöngva-í-garðinum, sem dró sig í hlé
af blygðun, þannig að ég varð að láta huggast hjá bróður hennar
ungum með barnslegt andlit sem brosti svo kvenlega og feimið? Og
þig, kæra minning um Hefðarfrú-löngu-næturinnar, sem var svo blíð
og lét sér lynda að vera ekki nema sú þriðja í röðinni í húsi mínu og
hjarta? Og þig, vesalings litla hjarðminning um dóttur So-Heis
bónda, sem lét blindast af fortíð minni? Og þig, einkum þig, ljúfa
minning um hana Chujo litlu sem er þessa stundina að nudda á mér
fæturna, og sem nær því ekki að verða minning? Chujo, sem ég hefði
viljað kynnast fyrr á lífsleiðinni, en það er líka réttmætt að einn
ávöxtur skuli geymdur til haustloka. . .
Yfirkominn af harmi lét hann höfðuðið falla á harðan koddann.
Hefðarfrúin-úr-þorpinu-þar-sem-blómum-rignir laut niður að hon-
um og hvíslaði titrandi af geðshræringu:
— Var ekki líka í höllinni þinni kona sem þú hefur ekki ennþá
nefnt á nafn? Var hún ekki blíð? Hét hún ekki Hefðarfrúin-úr-
þorpinu-þar-sem-blómum-rignir? Æ, reyndu að muna . . .
En svipur Genghis hafði þá þegar öðlast þann frið sem einungis
þeir njóta sem dánir eru. Endalok hvers kyns þjáningar höfðu máð af
andliti hans öll merki fullnægingar og beiskju, og hann virtist sann-
færður um að hann væri ennþá átján ára. Hefðarfrúin-úr-þorpinu-
þar-sem-blómum-rignir kastaði sér í gólfið og veinaði af öllum lífs og
sálar kröftum; sölt tárin, sem streymdu niður kinnarnar eins og
óveðursregn, afmynduðu andlit hennar, og hárið, sem hún reytti af
sér í flyksum, flaug í allar áttir eins og silkihnoðrar. Eina nafnið sem
Genghi hafði gleymt var einmitt hennar eigið.
Hallfríbur Jakobsdóttir þýddi úr frönsku.
226