Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Blaðsíða 116
Tímarit Máls og menningar
— Hvað langt?
— A lokaári.
(eða stelpa að leita að eiginmanni.
Einar heyrt sagt að ríkir feður í Mið-
Ameríku sendu dætur sínar til Spán-
ar að ná sér í hvítan mann) (bls. 55)
Ekki er því að furða þótt báðir laðist
að Unu sem er „fegurðin sjálf“, skilur
ekki andlegar iðkanir og á erfitt með að
reikna út rétt verð í mjólkurbúðinni þar
sem hún afgreiðir. Hún sýnist ekki þrá
annað en eiginmann og heimili — er sem
sagt hefðbundin ímynd kvenlegra
dyggða. En jafnvel þetta „ewigt weib-
!iche“ tekst þeim í sameiningu að eyði-
leggja. Einar skilur Unu eftir í sárum og
fer úr landi en sögumaður giftist henni.
Yfirlýstur áhugi hans á náminu eru ein-
tómar staðhæfingar; í öðru samhengi
kemur hins vegar fram að hann rétt
skríður á prófi þótt hann hafi lesið eins
og vitlaus maður (bls. 105) og hann
minnist þess með nokkurri hneykslun
að tveir kunningjar hans höfðu ráðlagt
honum að hætta í skóla — hann hefði
ckkert úthald. Einu hetjudáð lífs síns
drýgir hann er hann giftist Unu gegn
vilja foreldra sinna og er varpað úr hús-
um þeirra. Fær ekki eyri. En ekki
reynist hann fær um að skapa sér sjálf-
stæða, frjóa tilveru sem væri betri kostur
en hin smáborgaralega tilvera sem hann
fyrirlítur. Nú sest hann upp hjá lágstétt-
inni eins og sníkjudýr, leggur undir sig
(og Unu) eina kamesið í Höfðaborginni
svo tengdamóðir hans verður að hírast á
harmoníkubedda í stofunni og kemur
aldeilis flatt upp á hann þegar hann er
kurteislega spurður hvort hann ætli ekki
að fara að leita sér að íbúð. Viðbrögð
hans í bjargarleysinu verða þessi: „Það
læddist að mér kvíði“ (bls. 112).
Álfrúnu tekst oft í örstuttum sam-
tölum og athugasemdum að afhjúpa pers-
ónur sínar og get ég ekki stillt mig um
að tilgreina hér því til sönnunar orða-
skipti milli Unu og sögumanns. Þau eru
að tala um Jonna og Una segir:
— Hann er ruddi.
— Er hann ekki bara venjulegur al-
múgamaður?
Una fór að hlæja, tók bakföll af
hlátri, en vildi ekki segja mér hvers
vegna hún hló (bls. 119).
Sorgarsögu Unu má rekja til Einars.
Hann hafði hrakið hana út í fóstur-
eyðingu áður en hann fór úr landi. Fóst-
ureyðingin skiptir sköpum í lífi Unu:
„Síðan þá hafði Unu verið kalt.“ (bls.
177) Þegar ljóst er að Una er orðin ófrjó,
leggur dauðinn sinn þunga hramm á
sambúð hennar og sögumanns. Una vill
hafa líf í kringum sig og það er engu
líkara en öll orka sögumanns fari í bar-
áttu gegn þessu lífi. Una veslast upp,
brotnar niður andlega, afskræmist af fitu
og pilluáti, lendir auk heldur í lesbísku
sambandi. I sögulok er hún farin —
móðir hennar tekið hana burt. Una get-
ur samt ekki talist fulltrúi lífs í þessari
bók; til þess skortir hana sjálfa lífs-
þróttinn. Hún á engin úrræði, hrjáð af
öryggisleysi sem rekja má til bernsku.
Hún er heldur ekki harmsöguleg pers-
óna í hefðbundnum skilningi þrátt fyrir
sorgleg örlög því hún er alger þolandi í
þessu verki — fórnarlamb (sbr. bls. 188:
„Mynd Unu kom upp í hugann. Hún
gekk í flekk á björtum sumardegi.") Una
er því margt í senn: sem hefðbundin
kvenlýsing í raunsæju umhverfi sínu,
úrræðalaus og ósjálfstæð, er hún af-
sprengi íslensks mannlífs eins og karl-
mennirnir, en hún er líka fulltrúi þess
lífs sem ekki fær lifað, sakleysið sem
svikið er. Saga þessi fjallar um svik —
250