Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Qupperneq 116

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Qupperneq 116
Tímarit Máls og menningar — Hvað langt? — A lokaári. (eða stelpa að leita að eiginmanni. Einar heyrt sagt að ríkir feður í Mið- Ameríku sendu dætur sínar til Spán- ar að ná sér í hvítan mann) (bls. 55) Ekki er því að furða þótt báðir laðist að Unu sem er „fegurðin sjálf“, skilur ekki andlegar iðkanir og á erfitt með að reikna út rétt verð í mjólkurbúðinni þar sem hún afgreiðir. Hún sýnist ekki þrá annað en eiginmann og heimili — er sem sagt hefðbundin ímynd kvenlegra dyggða. En jafnvel þetta „ewigt weib- !iche“ tekst þeim í sameiningu að eyði- leggja. Einar skilur Unu eftir í sárum og fer úr landi en sögumaður giftist henni. Yfirlýstur áhugi hans á náminu eru ein- tómar staðhæfingar; í öðru samhengi kemur hins vegar fram að hann rétt skríður á prófi þótt hann hafi lesið eins og vitlaus maður (bls. 105) og hann minnist þess með nokkurri hneykslun að tveir kunningjar hans höfðu ráðlagt honum að hætta í skóla — hann hefði ckkert úthald. Einu hetjudáð lífs síns drýgir hann er hann giftist Unu gegn vilja foreldra sinna og er varpað úr hús- um þeirra. Fær ekki eyri. En ekki reynist hann fær um að skapa sér sjálf- stæða, frjóa tilveru sem væri betri kostur en hin smáborgaralega tilvera sem hann fyrirlítur. Nú sest hann upp hjá lágstétt- inni eins og sníkjudýr, leggur undir sig (og Unu) eina kamesið í Höfðaborginni svo tengdamóðir hans verður að hírast á harmoníkubedda í stofunni og kemur aldeilis flatt upp á hann þegar hann er kurteislega spurður hvort hann ætli ekki að fara að leita sér að íbúð. Viðbrögð hans í bjargarleysinu verða þessi: „Það læddist að mér kvíði“ (bls. 112). Álfrúnu tekst oft í örstuttum sam- tölum og athugasemdum að afhjúpa pers- ónur sínar og get ég ekki stillt mig um að tilgreina hér því til sönnunar orða- skipti milli Unu og sögumanns. Þau eru að tala um Jonna og Una segir: — Hann er ruddi. — Er hann ekki bara venjulegur al- múgamaður? Una fór að hlæja, tók bakföll af hlátri, en vildi ekki segja mér hvers vegna hún hló (bls. 119). Sorgarsögu Unu má rekja til Einars. Hann hafði hrakið hana út í fóstur- eyðingu áður en hann fór úr landi. Fóst- ureyðingin skiptir sköpum í lífi Unu: „Síðan þá hafði Unu verið kalt.“ (bls. 177) Þegar ljóst er að Una er orðin ófrjó, leggur dauðinn sinn þunga hramm á sambúð hennar og sögumanns. Una vill hafa líf í kringum sig og það er engu líkara en öll orka sögumanns fari í bar- áttu gegn þessu lífi. Una veslast upp, brotnar niður andlega, afskræmist af fitu og pilluáti, lendir auk heldur í lesbísku sambandi. I sögulok er hún farin — móðir hennar tekið hana burt. Una get- ur samt ekki talist fulltrúi lífs í þessari bók; til þess skortir hana sjálfa lífs- þróttinn. Hún á engin úrræði, hrjáð af öryggisleysi sem rekja má til bernsku. Hún er heldur ekki harmsöguleg pers- óna í hefðbundnum skilningi þrátt fyrir sorgleg örlög því hún er alger þolandi í þessu verki — fórnarlamb (sbr. bls. 188: „Mynd Unu kom upp í hugann. Hún gekk í flekk á björtum sumardegi.") Una er því margt í senn: sem hefðbundin kvenlýsing í raunsæju umhverfi sínu, úrræðalaus og ósjálfstæð, er hún af- sprengi íslensks mannlífs eins og karl- mennirnir, en hún er líka fulltrúi þess lífs sem ekki fær lifað, sakleysið sem svikið er. Saga þessi fjallar um svik — 250
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.