Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Blaðsíða 97
Úrvinnsla orðanna
er ekki fyrr en mörgum kvöldum síðar, að hún fer fram og uppgötvar, að
hann vakir ekki, heldur sefur.
Með aðferð fantasíunnar sýnir Svava innri veruleika í hlutlægu formi með
því að lýsa hugarástandi og tilfinningum sem áþreifanlegum ytri atburðum.
Þannig hlutgerir hún öryggisleysi konunnar og skort hennar á sjálfsvitund í
lykli húseigandans:
Oryggi hennar fullt og óskert fólst í þessum aukalykli húseigandans sem
dinglaði á lyklakippu hans og fylgdi honum út um borg og bæ hvert sem hann
fór og þess vegna vissi hún aldrei nákvæmlega hvar hún var stödd. (8)
Þetta er þýtt með:
Heile den uavgrensa tryggleiken hennar var knytt til denne reservelykjelen
som dingla i lykjelhanka til husverten og fölgde han pá gater og torg kvar han
vanka og difor var ho aldri heilt trygg pa seg sjölv. (9—10)
Konan tilheyrir myndinni, hún er í lyklinum sem hún getur ekki vitað
hvar flækist. Þetta hefur þýðanda fundist of langt gengið og breytir hlut-
lægri lýsingu í huglæga, snýr aðferð Svövu bókstaflega við, túlkar í stað þess
að myndgera.
Hugarástand (og hugarburður) konunnar í Leigjandanum er mjög oft
„konkretíserað“ með lýsingum á ferðum og göngu, sem flestar tengjast á
einn eða annan hátt réttri leið eða villu. Þegar konan hefur horft á eftir Pétri
„ganga þessa stuttu leið“ (57) fram í forstofu til leigjandans, þar sem hann
sest við hlið hans í sófann, finnst henni að hann hafi svikið sig:
En hví skildi hann hana þá eftir úti á víðavangi stofunnar þar sem autt
gólfpláss var til vitnis um horfinn sófa? Hún stóð í tómi sem hafði verið svipt
þrautreyndum kennileitum. Hvaða leið átti hún nú að ganga? (59)
I vitund konunnar verður stofan að landslagi sem hún er að villast í. Þetta
tapast alveg í þýðingunni, sem eins og oftar dregur fantasíuna niður á plan
raunsæisins:
Men kvifor let han henne dá vera áleine i det audslege rommet der eit
tomrom pá golvet vitna om ein bortfört sofa? Ho stod i eit tomrom som var
frárana velkjende landemerke. Kva veg skulle ho no gá? (42)
Þessi tvö plön fantasíu og raunsæis, innri veruleika og ytri hversdagslýs-
ingar, sem koma saman í „víðavangi stofunnar" verða að engu þegar þessi
231