Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Blaðsíða 96
Tímarit Máls og menningar
hversdagslýsingu á því sem konan er að gera, og hins vegar fantastíska
lýsingu á því sem hún er að hugsa. Stundum renna þessi plön þó alveg
saman, eins og undir lok bókarinnar þegar konan getur ekki lengur gert
greinarmun á vitund og veruleika.
Ekki hefur þýðandi gert sér grein fyrir þessari nýstárlegu notkun sjónar-
horns, og hefðinni trú hneigist hann til raunsærrar túlkunar efnisins. I
þýðingunni færist sjónarhornið því oft frá konunni til hlutlægrar ytri
frásagnar. Sem dæmi um þetta má nefna frásögnina af því, þegar leigjandinn
fer á eftirlitsferð sinni fram í eldhús og konan óttast það mest, að hann komi
auga á draslið í skápunum:
hún fann að bráðum hefði hún ekki lengur skáphurðirnar til að skýla sér: hún
mundi rífa upp hurðirnar, opna hvern einasta skáp ... (11)
Þetta er þýtt með:
ho kjende at snart skulle ho ikkje lenger ha skipdörene a dölja seg med; ho
skulle til á rive opp dörene, opne kvart einaste skap . . . (12)
í frumtexta er sjónarhornið allan tímann hjá konunni, það lýsir hugsun
hennar og ótta um að hún muni gera það sem hún síst af öllu vill. I
þýðingunni er skipt um sjónarhorn í miðjum klíðum, og hugsun konunnar
gerð að athöfn: hún ætlaði að fara að rífa upp hurðirnar. Til áréttingar þessu
er tvípunktur frumtextans þýddur með semíkommu, sem er stöðvunar-
merki.
A öðrum stað breytist sjónarhorn við að þýðandi veit betur en konan sem
upplifir:
Nýtt og framandi hljóð barst henni til eyrna: leigjandinn bylti sér. Og
snögglega kviknaði hjá henni von. Leigjandinn lá við útidyrnar. Kannski
vakti hann. (28 — 29)
I þýðingunni verður þetta:
Ein ny og framand ljod nádde öyro hennar: leigebuaren vende seg i sövne. Og
med eitt vakna det ei von i henne. Leigebuaren lág ved utedöra. Kanskje lag
han vaken. (22)
Rökleysa þýðingarinnar er augljós. Hugsunin er konunnar sem heldur að
leigjandinn sé vakandi, og það er þess vegna sem kviknar hjá henni von. Það
230