Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Blaðsíða 17

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Blaðsíða 17
Trönurnar fljtiga Magnús Pálsson hefur starfað töluvert með Súmhópnum en hefur þó nokkra sérstöðu; bæði er hann eldri en þeir og eins hefur hann haft meiri afskipti af yngri mönnum en margur annar og verið tengiliður þeirra við hræringar í bókagerðarlist heima sem erlendis. Á þetta einkum við um kennslu hans í myndlistarskólum. Súm samtökin voru upprunalega stofnuð sem lausleg samtök ungra myndlistarmanna sem vildu koma á framfæri nýjum hugmyndum og stefnum og var eðlilegt að Magnús ætti samstarf við þá. Gallerí Súm var stofnað 1968 og um það leyti varð Fluxus straumurinn ráðandi í samtökunum sem sjá má af sýningarskrá Súm sýningarinnar frá 1969, þar sem fjölmargir erlendir Fluxarar sýndu verk sín. Þessi sýningar- skrá er jafnframt ein sú fyrsta hérlendis þar sem gætir tilhneigingar til þess að hanna sýningarskrána sem sjálfstætt bókverk. En fyrsta samsýningar- skráin sem er beinlínis gerð með þetta í huga er sýningarskrá Súm frá Lista- hátíð 1972. Sú sýningarskrá er ekki einfaldlega skrá með lista yfir þátttak- endur og verk þeirra ásamt myndum af verkunum, heldur fékk hver þátttakandi eina opnu í sinn hlut og vann sjálfstætt verk fyrir hana. Þessi hugmynd hefur verið allvinsæl í sýningarskrám og verið útfærð á marga vegu, stundum þannig að verkið verður ekki að einni heild fyrr en opnan hefur verið lögð saman, þannig að verkið er að þessu leyti ósýnilegt. Sem dæmi um eina grallaralegustu útfærslu á þessari hugmynd má nefna verk úr annarri sýningarskrá, fyrir samsýningu á vegum Suðurgötu 7 í Gallerí Zona í Flórens 1979. Verk Hannesar Lárussonar í þeirri skrá er þannig að á vinstri síðu er mynd af jarðvegi og steini en á hægri síðu mynd af glugga í báru- járnshúsi. Þegar opnunni er lokað lendir steinninn í rúðunni og lesandinn í sporum hrekkjalómsins sem hefur ekkert þarfara að gera en taka til fótanna. Súm samtökin gáfu út alls fimm sýningarskrár þar sem þessum leikreglum var fylgt í mismiklum mæli. En sýningarskrár minni samsýninga hafa stundum verið í formi bóka sem listamennirnir hafa búið til sérstaklega fyrir sýninguna og haldið er saman í umslagi eða öskju. Þetta hefur einkum átt við um sýningar erlendis. Hver bók er þá sjálfstætt verk eða heimild um önnur verk svo sem gjörninga, landlist eða annað þess háttar. Þetta form var notað fyrir samsýningu Sigurðar Guðmundssonar, Hreins Friðfinnssonar, Douwe Jan Bakker og Kristjáns Guðmundssonar í Frans Hals safninu í Hollandi 1974 og fyrir sýningu sömu Islendinga og Þórðar Ben Sveins- sonar, (^a va? Qa va (Hress? Hress) við opnun Pompidou listamiðstöðvar- innar í París 1977. Yngri menn hafa líka nýtt sér þetta form og er skemmst að minnast sýningar nokkurra ungra myndlistarmanna íslenskra í Fodor safninu í Amsterdam 1983. Þeir voru 9 talsins, hver með sína bók sem safnað var saman í þar til gerða öskju undir nafninu Thick Air. Auk bókagerðar í tengslum við sýningar hafa flestir Súmmarar gert eitt og 151
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.