Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Blaðsíða 39

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Blaðsíða 39
Ilmur af nafni rósarinnar ingar um náttúrulögmál séu ekki nauðsynlega sannar staðhæfingar: það vill svo til að sólargeislinn herðir leirinn en bræðir vaxið, en þetta gæti verið á hinn veginn eða einhvern annan veg; það er ekki nauðsynlegt að þetta sé eins og það er, það vill bara svo til. Þetta hefur aftur þá afleiðingu að engin trygging er fyrir því að veröldin haldi áfram að haga sér eins og hún hefur gert hingað til. Þessar hugmyndir Ockhams um orsakasamband eru áþekkar hugmyndum sem Nicolas de Malebranche (1638 —1715) setti fram alllöngu síðar og hafa þó einkum verið tengdar nafni Davids Hume (1711 —1776): dómar af gerðinni „X orsakar Y“ merkja ekkert annað en að sé X til staðar, fylgi Y og sé X tekið burt komi ekkert Y. Setningar um orsakasamband verða ekki sannaðar með rökfræði. Ockham orðar þetta nauðsynjarleysi or- sökunar oft með tilvísun til þess hvað Guð gceti gert: hann gæti til dæmis látið sólarljósið bræða leirinn og herða vaxið. Vilhjálmur af Baskerville hefur einmitt þetta í huga þegar hann segir við Adso að ef altæk iögmál („allsherjarlögmál“ í þýðingunni) væru í rauninni til, væri Guð „fangi þeirra, þar sem Guð er á hinn bóginn algerlega frjáls og fyrir eina einustu athöfn vilja hans yrði heimurinn allur annar ef honum þóknaðist" (194). Öll þessi hugsun verður ljós ef „einstaklingsinnsæi“ og „innsæi einstakl- inganna“ er breytt í „bein skynjun”. Sams konar athugasemd á við um það sem sagt er fyrr í þessu samtali, þar sem Vilhjálmur er að segja að almúgafólk, „hinir einföldu", hafi ýmislegt fram yfir lærðu doktorana. Þeir „hafa innsæi einstaklingsins", stendur í þýð- ingunni og er ekki gott að sjá hvað það gæti merkt (192). Rétt væri að segja: „Þeir geta skynjað einstaka hluti beint.“ Hugsunin er sú að allir menn séu jafn færir um að skynja einstaka hluti í kringum sig, og alþýðufólk kannski að því leyti betur sett en lærdómsmennirnir að engin ósönn vísindi og fræði villa því sýn. Ockham hafnaði þó ekki með öllu þeirri gömlu aristótelísku hugmynd að vísindi fjalli um altæk efni. En hann endurtúlkaði þessa setningu og vildi að auki telja staðhæfingar sem lýsa beinni skynjun til vísindalegra staðhæfinga, en það var nýmæli. Staðhæfingar vísindanna voru áfram altækar staðhæfing- ar: „maðurinn er viti borið dýr“ eða „tiltekin þykkt af gleri svarar til tiltekins styrkleika sjónar“. Hér er ekki verið að tala um einstaka tiltekna menn, dýr, gler eða sjón heldur þessa hluti almennt og yfirleitt. En Ockham lagði ríka áhersu á að af því leiddi ekki að til sé í veruleikanum sjálfum eitthvað altækt sem hin altæku orð vísa til. Hið eina sem er altækt eru orðin sjálf og úr þeim má búa til sannar setningar um marga hluti: „Sókrates er maður“, „Xanþippa er maður“, „Gunna er maður“. I hverri slíkri setningu vísar orðið „maður“ til þess einstaklings sem það er notað um í hvert skipti, ekki til einhvers sem er sameiginlegt öllum einstaklingunum. Hann hélt því 173
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.