Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Blaðsíða 111
Úrvinnsla orðanna
nýja húsið frá náttúrunni í kring, og sem konan í sögunni hugsar um á
þennan hátt:
Hún var bein og breið, örugg landamæri svo fremi sem ekki væri gengið yfir
hana. (48)
Vísunin í mál sem minnir á hernað kemur fram í því, að konan lítur á
götuna sem „landamæri“ og fantasían í því, að í rauninni er þetta ósköp
venjuleg gata, sem auðvitað verður gengið yfir. Þessi tenging vísunar,
hversdagsleika og fantasíu eyðileggst í þýðingunni, sem eins og áður gerir
hlutlæga lýsingu að huglægri:
Ho var brei og bein, ei pálitande grenseline sá framt ein ikkje skreid over
henne. (35)
Hér er ekki lengur um mynd af götu að ræða, heldur ímynduðum
landamærum sem eru örugg svo lengi sem þau eru virt, þ. e. a. s. ef lesendur
eru velviljaðir og taka „skreid over“ í yfirfærðri merkingu fyrir það sem í
venjulegu máli myndi vera „overskreid“ og merkir athöfnina að skríða yfir
e-ð. En skv. því ímyndar konan sér að landamæri verði ekki sigruð nema
með því að skríða yfir þau. Það kæmi norskum lesendum líklega ekkert á
óvart miðað við margt annað í fari þessarar konu, og sumir myndu kannski
vilja taka undir orð eins ritdómarans, sem vitnað var til hér í upphafi, þegar
hann hrósar þýðandanum fyrir það, hversu vel honum hafi tekist að lýsa
hinum mörgu og smáu hræringum kvenhugans: „Ivar Eskelands oversett-
else gjengir tydelig de mange smá bevegelser i kvinnesinnet."
Hér hefði ekki verið eytt svo löngu og ýtarlegu máli í hrapallega þýðingu
Ivars Eskeland á Leigjandanum, ef þessi þýðing væri eitthvert einsdæmi
meðal þýðinga íslenskra bókmennta á erlendar tungur. Því miður virðist
engu líkara en hér sé fremur um reglu en undantekningu að ræða, að
minnsta kosti hvað varðar þýðingar sem út hafa komið á allra síðustu
árum.13^ Þýðendur njóta þess sem höfundar gjalda, að Island er lítið
málsamfélag. Möguleikar á þýðingum, og hvað þá útgáfum á íslenskum
verkum erlendis, eru litlir, og því hætt við að höfundar freistist til að taka
næstum hvaða tilboði um þýðingu sem er. 14) Erlendir gagnrýnendur eða
bókmenntamenn hafa fæstir nokkrar forsendur til að meta gildi þýðing-
anna, og aðhald frá þeim er því ekkert, nema síður sé. Til marks um það
hefur Ivar Eskeland nýlega verið sæmdur þýðingarverðlaunum norska
menningarráðsins (Norsk kulturráds oversetterpris), og samkvæmt frétt um
þetta í Dagbladet 9. desember 1983 vill dómnefndin í því sambandi sérstak-
245