Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Blaðsíða 87
Síðasta ást Genghis prins
— Hver ert þú, kona? spurði hann órólegur.
— Eg er Ukifune, dóttir So-Heis bónda, svaraði Hefðarfrúin og
gleymdi ekki að líkja eftir málfari þorpsbúa. Eg fór til borgarinnar
með móður minni til þess að kaupa efni og potta, því það á að gifta
mig með nýju tungli. Og nú hef ég villst á stígum fjallsins og græt af
því ég er hrædd við villisvínin, djöflana, hvatir mannanna og svipi
hinna framliðnu.
— Þú ert holdvot, unga stúlka, sagði prinsinn og lagði hönd á öxl
hennar.
Sú var reyndin, hún var blaut inn að skinni. Snerting þessarar
kunnuglegu handar kom henni til að titra frá hvirfli og niðrí berar
iljarnar og það var ekki nema eðlilegt að Genghi héldi að hún skylfi
af kulda.
— Komdu inn í kofann minn, hélt hann áfram vingjarnlegri
röddu. Þú getur yljað þér við eldinn minn, jafnvel þó minna sé í
honum af kolum en ösku.
Hefðarfrúin fylgdi honum og gætti þess að líkja eftir einfeldnings-
legu göngulagi sveitastúlku. Þau krupu bæði fyrir framan nær út-
kulnaðan eldinn. Genghi teygði hendur sínar í áttina að hitanum, en
Hefðarfrúin faldi fingur sína, sem voru fíngerðari en svo að þeir gætu
tilheyrt bóndastúlku.
— Eg er blindur, andvarpaði Genghi eftir stundarkorn. Þú getur
áhyggjulaust farið úr blautum fötunum, unga stúlka, og vermt þig
nakin fyrir framan eldinn minn.
Hefðarfrúin fór auðsveip úr hversdagslegum kjólnum. Eldurinn
sló roða á grannvaxinn líkama hennar sem var eins og mótaður úr
ljósasta rafi. Skyndilega muldraði Genghi:
— Eg hef blekkt þig, unga stúlka, því að ég er ekki enn orðinn
alveg blindur. Eg sé móta fyrir þér í gegnum þoku, sem ef til vill er
aðeins bjarmi þinnar eigin fegurðar. Leyfðu mér að leggja höndina á
handlegg þinn sem skelfur ennþá.
Þannig gerðist það að Hefðarfrúin-úr-þorpinu-þar-sem-blómum
rignir varð á ný ástkona Genghis prins, sem hún hafði unnað
auðmjúklega í meira en átján ár. Hún gleymdi ekki að gera sér upp
grát og óframfærni ungrar stúlku sem nýtur ástar í fyrsta sinn. Líkami
hennar var ennþá ótrúlega unglegur og sjón prinsins of döpur til þess
að greina gráar yrjurnar í hárinu. Þegar atlot þeirra voru á enda kraup
221