Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Page 87

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Page 87
Síðasta ást Genghis prins — Hver ert þú, kona? spurði hann órólegur. — Eg er Ukifune, dóttir So-Heis bónda, svaraði Hefðarfrúin og gleymdi ekki að líkja eftir málfari þorpsbúa. Eg fór til borgarinnar með móður minni til þess að kaupa efni og potta, því það á að gifta mig með nýju tungli. Og nú hef ég villst á stígum fjallsins og græt af því ég er hrædd við villisvínin, djöflana, hvatir mannanna og svipi hinna framliðnu. — Þú ert holdvot, unga stúlka, sagði prinsinn og lagði hönd á öxl hennar. Sú var reyndin, hún var blaut inn að skinni. Snerting þessarar kunnuglegu handar kom henni til að titra frá hvirfli og niðrí berar iljarnar og það var ekki nema eðlilegt að Genghi héldi að hún skylfi af kulda. — Komdu inn í kofann minn, hélt hann áfram vingjarnlegri röddu. Þú getur yljað þér við eldinn minn, jafnvel þó minna sé í honum af kolum en ösku. Hefðarfrúin fylgdi honum og gætti þess að líkja eftir einfeldnings- legu göngulagi sveitastúlku. Þau krupu bæði fyrir framan nær út- kulnaðan eldinn. Genghi teygði hendur sínar í áttina að hitanum, en Hefðarfrúin faldi fingur sína, sem voru fíngerðari en svo að þeir gætu tilheyrt bóndastúlku. — Eg er blindur, andvarpaði Genghi eftir stundarkorn. Þú getur áhyggjulaust farið úr blautum fötunum, unga stúlka, og vermt þig nakin fyrir framan eldinn minn. Hefðarfrúin fór auðsveip úr hversdagslegum kjólnum. Eldurinn sló roða á grannvaxinn líkama hennar sem var eins og mótaður úr ljósasta rafi. Skyndilega muldraði Genghi: — Eg hef blekkt þig, unga stúlka, því að ég er ekki enn orðinn alveg blindur. Eg sé móta fyrir þér í gegnum þoku, sem ef til vill er aðeins bjarmi þinnar eigin fegurðar. Leyfðu mér að leggja höndina á handlegg þinn sem skelfur ennþá. Þannig gerðist það að Hefðarfrúin-úr-þorpinu-þar-sem-blómum rignir varð á ný ástkona Genghis prins, sem hún hafði unnað auðmjúklega í meira en átján ár. Hún gleymdi ekki að gera sér upp grát og óframfærni ungrar stúlku sem nýtur ástar í fyrsta sinn. Líkami hennar var ennþá ótrúlega unglegur og sjón prinsins of döpur til þess að greina gráar yrjurnar í hárinu. Þegar atlot þeirra voru á enda kraup 221
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.