Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Blaðsíða 64
Tímarit Máls og menningar
bleikt að lit og augnalaust. Og ég kallaði þetta andlit, sem var reyndar
líka með hálsi sem ég gat haldið um, Augnalausu Völu. Yfir andlitinu
var einkennileg leynd, einkum af því augun vantaði, og svo líka
hnakkann. Leyndin yfir andlitinu hefur verið áþekk leynd grískra
líkneskja, þótt brúðuandlitið hafi fráleitt verið listrænt. Það hefur
heillað mig svo að ég tók óeðlilegu ástfóstri við það, ef eitthvað er þá
óeðlilegt í fari átta ára barna. En eitthvað óeðlilegt var talið vera við
þetta. Eg fór að verða fyrir aðkasti. Þar sem ég kom var spurt
illgirnislega eftir andlitinu og hvort ég væri farinn að leika mér að
brúðum. Ottinn við umhverfið var mikill en ekki samt svo að hann
hreinsaði mig af dularmætti andlitsins. Eg fór að fela það og taka það
fram þegar ég þurfti á dulmagni að halda frá öðrum en innra frá mér,
þá tók ég Augnalausu Völu fram og horfði í tóm augun. Og hún
brosti veikt þótt augun vantaði.
A þessum tíma áttu strákar að verða strax að karlmönnum, og
karlmennska þeirra átti að mótast af leikföngunum: bátum og horn-
um af hrútum. Mæðurnar báðu guð að hjálpa sér þegar fréttist að ég
gengi jafnvel með þennan hálfa brúðuhaus á mér í buxnavösunum.
En það taldi ég öruggasta geymslustaðinn.
Einn morgun er ég að koma niður svarta veginn frá því að sækja
mjólk, þá sjá tvær konur mig koma og ákveða á stundinni að gera mig
heilbrigðan og ráðast á mig og ætla að svipta mig andlitinu.
Hann er með það í vasanum, hvæsa þær.
En upp í mér kom þá andi þess sem er einn gegn öllum og ég varði
mig þangað til brúsinn og ég slengdumst á veginn og mjólkin rann
niður hann, þá rann móðurinn af konunum við uppeldisstörfin og ég
sat eftir í svaðinu með brúðuna í vasanum. Þær heita samt því að taka
mig í karphúsið, enda eru konur alltaf að ala upp heiminn og mann-
kynið sem þær bera í sínum móðurkviði og fæða, en skilja ekki hvað
það getur verið vont og með illa náttúru, eins og þær eru góðar og
heilbrigðar. Móðurkviðurinn er himnaríki á jörð, fullur af englum.
Nú fór ég að leita að felustöðum fyrir andlitið. Þeir voru margir
sem komu til greina í fyrstu, en öll rök bentu brátt til að andlitið
fyndist þegar ég hafði athugað það innra með mér. Fólk hlaut að
rekast á andlitið, líkt og heillað af því úr fjarlægð, og allt kæmist upp.
Að lokum taldi ég kálgarðinn vera öruggasta staðinn. Þar gróf ég það
í mold. Til þess að enginn tæki eftir að ég gróf andlitið oft úr mold
198