Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Page 64

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Page 64
Tímarit Máls og menningar bleikt að lit og augnalaust. Og ég kallaði þetta andlit, sem var reyndar líka með hálsi sem ég gat haldið um, Augnalausu Völu. Yfir andlitinu var einkennileg leynd, einkum af því augun vantaði, og svo líka hnakkann. Leyndin yfir andlitinu hefur verið áþekk leynd grískra líkneskja, þótt brúðuandlitið hafi fráleitt verið listrænt. Það hefur heillað mig svo að ég tók óeðlilegu ástfóstri við það, ef eitthvað er þá óeðlilegt í fari átta ára barna. En eitthvað óeðlilegt var talið vera við þetta. Eg fór að verða fyrir aðkasti. Þar sem ég kom var spurt illgirnislega eftir andlitinu og hvort ég væri farinn að leika mér að brúðum. Ottinn við umhverfið var mikill en ekki samt svo að hann hreinsaði mig af dularmætti andlitsins. Eg fór að fela það og taka það fram þegar ég þurfti á dulmagni að halda frá öðrum en innra frá mér, þá tók ég Augnalausu Völu fram og horfði í tóm augun. Og hún brosti veikt þótt augun vantaði. A þessum tíma áttu strákar að verða strax að karlmönnum, og karlmennska þeirra átti að mótast af leikföngunum: bátum og horn- um af hrútum. Mæðurnar báðu guð að hjálpa sér þegar fréttist að ég gengi jafnvel með þennan hálfa brúðuhaus á mér í buxnavösunum. En það taldi ég öruggasta geymslustaðinn. Einn morgun er ég að koma niður svarta veginn frá því að sækja mjólk, þá sjá tvær konur mig koma og ákveða á stundinni að gera mig heilbrigðan og ráðast á mig og ætla að svipta mig andlitinu. Hann er með það í vasanum, hvæsa þær. En upp í mér kom þá andi þess sem er einn gegn öllum og ég varði mig þangað til brúsinn og ég slengdumst á veginn og mjólkin rann niður hann, þá rann móðurinn af konunum við uppeldisstörfin og ég sat eftir í svaðinu með brúðuna í vasanum. Þær heita samt því að taka mig í karphúsið, enda eru konur alltaf að ala upp heiminn og mann- kynið sem þær bera í sínum móðurkviði og fæða, en skilja ekki hvað það getur verið vont og með illa náttúru, eins og þær eru góðar og heilbrigðar. Móðurkviðurinn er himnaríki á jörð, fullur af englum. Nú fór ég að leita að felustöðum fyrir andlitið. Þeir voru margir sem komu til greina í fyrstu, en öll rök bentu brátt til að andlitið fyndist þegar ég hafði athugað það innra með mér. Fólk hlaut að rekast á andlitið, líkt og heillað af því úr fjarlægð, og allt kæmist upp. Að lokum taldi ég kálgarðinn vera öruggasta staðinn. Þar gróf ég það í mold. Til þess að enginn tæki eftir að ég gróf andlitið oft úr mold 198
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.