Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Blaðsíða 104
Tímarit Máls og menningar
sínum stað. Heimurinn er óumbreytanlegur og í föstum skorðum. Þess
vegna er skápurinn á ganginum aldrei nefndur annað en „fataskápur(inn)“
(9, 18, 22) og taskan sem leigjandinn kemur með „ferðataska(n)“ (8, 16, 27,
32, 59, 79, 91) eða bara „taskan“ (61, 79, 80). Hér hefur þýðandi hins vegar
viljað hafa tilbreytingu, því að hjá honum verður fataskápurinn ýmist að
„kleskápet" (10), „skápet“ (16) eða „garderobeskápet" (18), og ferðataskan
að „reiseveska" (9, 10), „veska“ (43, 54) eða „koffert(en)“ (15, 21, 24, 42, 54,
55, 61). Eins er alveg beint samband milli orðsins og fyrirbrigðisins „fisk-
búð“ í vitund konunnar. Þegar hún ætlar út í fyrsta skipti eftir komu
leigjandans, horfir hún á hann liggjandi í forstofunni og hugsar sér að leika á
hann:
En hann leit ekki á hana nema rétt í svip og hún skildi þegar að hún bar með
sér hver hún var: húsmóðir í gömlu snjáðu kápunni sinni á leið út ífiskbúð.
Hún hefði átt að fara í betri kápuna sína og snyrta sig en sá jafnframt fyrir sér
undrandi augnaráðin í búðinni: það var naumast að hún var uppdubbuð að
morgunlagi. (18)
Síðan segir:
Hún ætlaði ekki í fiskbúðina. Hún ætlaði að kaupa kjöt. (20)
I þýðingunni er þetta stílbragð endurtekningarinnar eyðilagt með því, að
fyrst er orðið þýtt með „fiskeforretninga“ (16), og stytting þess með
„butikken" (16) og síðan í niðurstöðusetningunni með „fiskebua" (17),
þ. e. a. s. með þremur mismunandi orðum í stað eins. Fiskbúðin verður því
ekki lengur neitt eitt og ákveðið fyrirbrigði í vitund konunnar, og heimur
hennar ekki eins þröngur og staðnaður og sagan er með þessu að lýsa
honum.
Konan trúir á töluð orð, sem hún ýmist leitar raka eða stuðnings hjá, og
stundum sækir hún beinlínis í sig veðrið með því að endurtaka það sem hún
hefur sjálf sagt. Þegar hún er að réttlæta seinkun húsbyggingarinnar fyrir
leigjandanum, segir hún að það hefðu svo margir „flanað að þessu“ og svo
hefðu komið í ljós „gallar á húsunum, stórkostlegir gallar . . (13). Hún
festir sig við orðið gallar, sem hún síðan hnykkir á, bæði til að sannfæra
sjálfa sig og leigjandann, en allt kemur fyrir ekki og hún verður að gefast
upp við setninguna. Þetta tapast í þýðingunni, sem hefur „mangt som var
gale med husa, katastrofale mistak . . .“ (13).
A svipaðan hátt sækir hún í sig veðrið við iðnaðarmanninn sem ætlar að
neita að tengja dyrasímann. „Til þess bað ég yður að koma hingað, að tengja
þennan dyrasíma“ (88), segir hún fyrst, og er það þýtt með: „Det var difor
238