Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Síða 104

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Síða 104
Tímarit Máls og menningar sínum stað. Heimurinn er óumbreytanlegur og í föstum skorðum. Þess vegna er skápurinn á ganginum aldrei nefndur annað en „fataskápur(inn)“ (9, 18, 22) og taskan sem leigjandinn kemur með „ferðataska(n)“ (8, 16, 27, 32, 59, 79, 91) eða bara „taskan“ (61, 79, 80). Hér hefur þýðandi hins vegar viljað hafa tilbreytingu, því að hjá honum verður fataskápurinn ýmist að „kleskápet" (10), „skápet“ (16) eða „garderobeskápet" (18), og ferðataskan að „reiseveska" (9, 10), „veska“ (43, 54) eða „koffert(en)“ (15, 21, 24, 42, 54, 55, 61). Eins er alveg beint samband milli orðsins og fyrirbrigðisins „fisk- búð“ í vitund konunnar. Þegar hún ætlar út í fyrsta skipti eftir komu leigjandans, horfir hún á hann liggjandi í forstofunni og hugsar sér að leika á hann: En hann leit ekki á hana nema rétt í svip og hún skildi þegar að hún bar með sér hver hún var: húsmóðir í gömlu snjáðu kápunni sinni á leið út ífiskbúð. Hún hefði átt að fara í betri kápuna sína og snyrta sig en sá jafnframt fyrir sér undrandi augnaráðin í búðinni: það var naumast að hún var uppdubbuð að morgunlagi. (18) Síðan segir: Hún ætlaði ekki í fiskbúðina. Hún ætlaði að kaupa kjöt. (20) I þýðingunni er þetta stílbragð endurtekningarinnar eyðilagt með því, að fyrst er orðið þýtt með „fiskeforretninga“ (16), og stytting þess með „butikken" (16) og síðan í niðurstöðusetningunni með „fiskebua" (17), þ. e. a. s. með þremur mismunandi orðum í stað eins. Fiskbúðin verður því ekki lengur neitt eitt og ákveðið fyrirbrigði í vitund konunnar, og heimur hennar ekki eins þröngur og staðnaður og sagan er með þessu að lýsa honum. Konan trúir á töluð orð, sem hún ýmist leitar raka eða stuðnings hjá, og stundum sækir hún beinlínis í sig veðrið með því að endurtaka það sem hún hefur sjálf sagt. Þegar hún er að réttlæta seinkun húsbyggingarinnar fyrir leigjandanum, segir hún að það hefðu svo margir „flanað að þessu“ og svo hefðu komið í ljós „gallar á húsunum, stórkostlegir gallar . . (13). Hún festir sig við orðið gallar, sem hún síðan hnykkir á, bæði til að sannfæra sjálfa sig og leigjandann, en allt kemur fyrir ekki og hún verður að gefast upp við setninguna. Þetta tapast í þýðingunni, sem hefur „mangt som var gale med husa, katastrofale mistak . . .“ (13). A svipaðan hátt sækir hún í sig veðrið við iðnaðarmanninn sem ætlar að neita að tengja dyrasímann. „Til þess bað ég yður að koma hingað, að tengja þennan dyrasíma“ (88), segir hún fyrst, og er það þýtt með: „Det var difor 238
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.