Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Blaðsíða 114
Umsagnir um bækur
ÚR ÞELI ÞRÁÐ AÐ SPINNA
Álfrún Gunnlaugsdóttir: Þel.
Mál og Menning
Reykjavík 1984. 195 bls.
Þel gerist á ytra borði á einum degi,
jarðarfarardegi Einars. Jarðarförin verð-
ur sögumanni bókarinnar tilefni til að
rifja upp fyrri ævi uns úr verður sam-
felld saga þar sem tvinnast saman örlög
margra persóna. Eru þar í forgrunni auk
hans sjálfs, Einar, æskuvinur hans og
fóstbróðir, Una, kona hans, og Yolanda
á Spáni, ættuð frá Hondúras. Epískur
tími er því innbyggður í sögunni, ævi
persónanna er rakin aftur í bemsku og
þeim skipað í ákveðið félagslegt sam-
hengi. En höfundur brýtur upp þennan
epíska tíma með frásagnarhættinum.
Skipuleg frásögn er rofin í þeim tveim
sögum sem fer fram samtímis — annars
vegar sögu Einars á Spáni og hins vegar
sögu Unu og sögumanns á Islandi —
farið er fram og aftur í tímann svo frá-
sagan skipast ekki í heild fyrr en bókin
er öll. Formið, fyrstupersónu frásögnin,
gerir þessa frásagnaraðferð einkar trú-
verðuga því hér er sögumaður að rifja
upp í huga sér liðna atburði og frásagnir
annarra af öðrum atburðum, sjálfur í leit
að samhengi. Hér ræður ekki krónólóg-
ískur tími, heldur sálfræðilegur. Á bak
við niðurröðun efnisins má skynja sam-
hengi sem virðist rökrétt: raðað er sam-
an atburðum uns staðnæmst er við þau
atvik sem skipta sköpum fyrir persónur
sögunnar, og rekja má til skipbrot
þeirra. Það er skemmst af að segja að
Álfrúnu tekst mætavel að leiða lesand-
ann inn í heim sögunnar með þessum
hætti — lesturinn verður oft á tíðum
beinlínis spennandi. Það er í þessu sam-
bandi athyglisvert hvernig hún kemur
sögu Einars til skila. Sú saga er uppruna-
lega komin í huga sögumanns sem frá-
sögn Einars sjálfs og þriðjupersónu frá-
sögnin rennur því eðlilega og lipurlega
saman við innri frásögn sögumanns. Við
þetta öðlast sagan loft og rými enda þótt
við séum ætíð stödd í hugarheimi eins
manns.
Ekki er auðvelt að tímasetja atburði
sögunnar þótt augljóst sé að hún gerist á
tímum Francos á Spáni. Ætli lesandinn
að negla nákvæmar niður í tíma æviskeið
þessara persóna verður hann að vera æði
kunnugur í Reykjavík og dugir varla til
fyrirhafnarlaust. En ef við vitum að
byrjað var að rífa Höfðaborgina 1963
má kannski gefa sér það að aðalpersónur
bókarinnar hafi verið ungar á síðari
hluta 6. áratugarins eða um 1960.
Hvergi er heldur vikið að almennum
þjóðlífshræringum á íslandi. Oftar en
einu sinni er tekið fram að þeir fóst-
bræður telja sig hafna yfir stjórnmál:
„Einar. . .skipti sér ekki af pólitík. Hún
var fyrir meðalskussana, sagði hann“
(bls. 95), og: „Við Einar höfðum verið
sammála um að stjórnmál ættu ekki
heima í háskóla" (bls. 105).
Sá íslenski veruleiki sem teflt er fram
gegn almennari pólitískum veruleik á
Spáni, er því einkaheimur einnar stéttar.
Þetta er aðferð ádeiluhöfundar. Kastljós-
inu er beint að einu afmörkuðu sviði og
248