Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Blaðsíða 95
Helga Kress
Úrvinnsla orðanna
Um norska þýdingu Ivars Eskeland á Leigjandanum
eftir Svövu Jakobsdóttur
SEINNI HLUTI
IV. Bókmenntaleg atriði
Sjónarhorn og fantasía
Fyrir utan hnitmiðun í stíl og markvissa málnotkun einkennist frásagnarað-
ferð Leigjandans af mjög meðvitaðri notkun sjónarhorns, myndmáls, vís-
ana, endurtekninga og ekki síst fantasíu. Oll hafa þessi bókmenntalegu
grundvallaratriði verksins að mestu tapast í þýðingunni.
Það sem einkennir frásagnaraðferð verksins mest er fantasían, og má segja
að öll önnur atriði þess gangi upp í henni. Um aðferð fantasíunnar og
notkun sína á henni hefur Svava sjálf sagt:
Ég túlka orðið „fantasía“ mjög frjálslega. I þessu samhengi nota ég orðið
nánast um flest sem brýtur gegn hefðbundnum raunsæisstíl og hefðbundnu
raunsæju viðhorfi til efnisins. Eitt orð, ein líking eða heil atburðarás getur
vakið upp fantasíuna. Oft virðist mér þetta heppilegasta leiðin til að brjóta
niður föst orðatiltæki í málinu sem fleyta nánast viðstöðulaust áfram hefð-
bundinni hugsun.7>
Og ennfremur:
Mér fannst að ég gæti ef til vill náð fram einhverjum sannindum um félagsleg
kjör kvenna, en ekki einungis um sálfræðilega líðan þeirra, ef ég tengdi í einu
og sama verkinu lýsingu á innri veruleik kvenna í hlutlægu formi og raunsæja
hversdagslýsingu á umhverfi þeirra (og okkar allra).8)
Þessi orð eru um leið mjög góð lýsing á frásagnaraðferð Leigjandans.
Vitundarmiðja sögunnar og aðalpersóna er konan, og fer meiri hluti sög-
unnar fram í hugsun hennar og hugarheimi, en jafnframt er sjónarhornið
utan hennar, þótt það fylgi henni alltaf fast eftir og ekkert gerist í sögunni
sem hún tekur ekki þátt í eða er vitni að. Þannig skapast tvö plön í
frásagnaraðferð verksins, þar sem annars vegar er um að ræða raunsæja
229