Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Blaðsíða 70

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Blaðsíða 70
Tímarit Máls og menningar Það sem myndi þó líklega vekja mestan áhuga meðal íslenskra lesenda á ljóðum, sögum og skáldskap Georges Mackay Brown væri hin mikla ást hans og þekking á norrænum fornbókmenntum (sérstaklega Orkneyinga- sögu og Islendingasögunum) og þau geysilegu áhrif sem þær hafa haft á stíl hans og efnisval. Sem bornum og barnfæddum Orkneyingi hefði Mackay Brown að sjálfsögðu veist erfitt að sneiða algerlega hjá hinum norræna bókmenntaarfi. Orkneyjar voru um margra alda skeið norsk nýlenda og komu ekki undir skosku krúnuna fyrr en árið 1471. Enn fremur var tunga sú er töluð var á Orkneyjum byggð á norrænu og dó ekki út sem talað mál fyrr en á 17. öld. I nútímamáli Orkneyinga er enn að finna ýmis orð úr þessari gömlu tungu og það eru einmitt slík mállýskuorð sem sýna gleggst hin norrænu áhrif á verk Mackays Brown. Hann notar iðulega orð eins og „thole“ (þola), „hoast“ (hósta), „geo“ (gjá), „noust“ (naust), „spier“ (spyrja) og jafnvel eintöluform annarrar persónu fornafnsins „thu“ (þú), en allt þetta þekkja Islendingar undir eins. Fjölmörg manna- og staðanöfn í verkum hans sýna einnig þennan ríka norrænu-arf: „Thorfinn", „Magnus“, „Rognvald“, „Thora“; „Tor Ness“, „Westray Firth“, „Papa Stronsay“, „Rackwick“ o. s. frv. Auðvitað eru áhrif í þessa veru óumflýjanleg í verkum Mackays Brown og sæjust í orðavali hjá hverjum Orkneyingi sem ætlaði sér að skrifa af innsæi um sitt eigið umhverfi. En í stíl Mackays Brown má sjá enn mikilvægari áhrif frá fornum norrænum skáldskap. Þau koma ljósast fram í ljóðum hans, einkum þó í notkun hans á kenningum og orðum úr rúnarist- um. Kenningar voru að fornu veigamikill þáttur í norrænum skáldskap; myndmál sem fólst í því að stilla saman tveimur orðum ólíkrar merkingar og gefa þannig algengum grundvallaratriðum í lífi og menningu víkinganna skáldlegri heiti. I ljóði sínu „The Sea: Four Elegies“ (Winterfold, 1976) telur Mackay Brown til að mynda upp nokkrar kenningar fyrir sjóinn: „swan’s path“ (svanbraut), „whale’s acre“ (hvalvöllur), „widow maker“ (ekkju- smiður) o. s. frv. I kveðskap hans er að finna sæg slíkra kenninga, sem minna á hinar norrænu, einkum í ljóðunum sem fjalla um efni tengt víkingaöldinni. Meðal þeirra algengustu eru: „salt furrow“ (salt plógfar — rista báts), „hawkfall“ (haukfall — dauði), „earth gold“ (jarðargull) og „cargoes of summer" (sumaræki — uppskera — hvortveggja), og „blue hills“ (bláhólar — hvalir). Kenningarnar eru ekki eingöngu í víkingaljóðum hans, heldur notar hann þær engu minna í óbundnu máli og ein þeirra er til dæmis titill smásagnasafns sem út kom árið 1974, Hawkfall. Ætlun hans með þessum kenningum er ef til vill sú fyrst og fremst að höndla hljóm og anda hins forna skáldskaparmáls í víkingaljóðum sínum. En í nútímalegri ljóðum sínum og smásögum tekst honum engu síður að glæða þær lífi með kröftugu 204
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.